Samfélagsleg ábyrgð 50 stærstu fyrirtækja Íslands. Fylgja efndir orðum?

Markmið rannsóknarinnar er að skoða samfélagslega ábyrgð hjá 50 stærstu fyrirtækjum Íslands, en umræða um slíka ábyrgð hefur verið að aukast með meiri þekkingu og skilningi. Ekki er lengur eingöngu átt við styrki til góðgerðarmála, íþróttastarfsemi og menningarmála, heldur hafa áherslur á kröfur og...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Dagný Kaldal Leifsdóttir 1958-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/14680
Description
Summary:Markmið rannsóknarinnar er að skoða samfélagslega ábyrgð hjá 50 stærstu fyrirtækjum Íslands, en umræða um slíka ábyrgð hefur verið að aukast með meiri þekkingu og skilningi. Ekki er lengur eingöngu átt við styrki til góðgerðarmála, íþróttastarfsemi og menningarmála, heldur hafa áherslur á kröfur og væntingar frá ýmsum hagsmunahópum einnig komið til sögunnar. Í rannsókninni var athuguð birting upplýsinga á vefsíðum um samfélagslega ábyrgð hjá 50 stærstu fyrirtækjum á Íslandi. Rannsakað var í fyrsta lagi hvort fyrirtækin birti stefnu sína eða gildi á vefsíðum og hvort þar sé að finna ákvæði um samfélagslega ábyrgð. Í öðru lagi var tekið saman yfirlit um birtingu upplýsinga á vefsíðum fyrirtækjanna um efndir á stefnu um samfélagslega ábyrgð og úr þeim upplýsingum var síðan unnið yfirlit um helstu áherslur fyrirtækjanna í samfélagslegri ábyrgð. Rannsóknin tók mið af erlendri fyrirmynd þar sem farið var í gegnum skýrslur 50 stærstu fyrirtækja heims um samfélagslegu ábyrgð þeirra. Í erlendu rannsókninni voru teknar saman upplýsingar út frá níu viðmiðum sem áttu sér stoð í viðmiðum UN Global Compact annars vegar og hins vegar úr leiðbeiningum frá Global Reporting Initiative. Helstu niðurstöður um 50 stærstu fyrirtæki á Íslandi voru að um 66% fyrirtækjanna hafa ákvæði um samfélagslega ábyrgð í einhverri mynd í stefnu sinni. Fylgni var á milli þess að hafa stefnu í slíkum málum og svo að birta upplýsingar um efndir og helstu áherslur fyrirtækjanna eru á viðskiptavini, mannauðsmál og umhverfismál. The aim of this paper is to examine corporate social responsibility (CSR) among the 50 largest companies in Iceland, as discussions about CSR has been increasing lately. It is no longer just about grants to charities, sports and culture, but due to increased focus on the needs and requirements of various stakeholders the focus has broadened. The study focused on if and how the companies used their websites to inform about their strategies on CSR and how and what they report on their CSR. The study was based on a foreign study ...