Framtíð lögreglumenntunar á Íslandi. Er grundvöllur fyrir menntun á háskólastigi?

Þessi rannsókn fjallar um menntun lögreglumanna. Leitast var við að finna svör við því hvort grundvöllur sé fyrir lögreglumenntun á háskólastigi með því að bera námið saman við nám á Norðurlöndum og nám annarra starfsstétta hér á landi sem gengið hafa í gegnum sambærilegar breytingar. Rannsóknarspur...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Guðrún Tinna Ólafsdóttir 1983-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/14669
Description
Summary:Þessi rannsókn fjallar um menntun lögreglumanna. Leitast var við að finna svör við því hvort grundvöllur sé fyrir lögreglumenntun á háskólastigi með því að bera námið saman við nám á Norðurlöndum og nám annarra starfsstétta hér á landi sem gengið hafa í gegnum sambærilegar breytingar. Rannsóknarspurningarnar sem leitast var svara við eru eftirfarandi: Er grundvöllur fyrir því að færa lögreglumenntun upp á háskólastig? Hvernig er staða lögreglumenntunar á Íslandi samanborið við Norðurlöndin? Hvernig var staðið að sambærilegum breytingum á námi hjá hjúkrunarfræðingum og leikskólakennurum? Hvaða viðhorf hafa lögreglumenn til lögreglumenntunar á háskólastigi? Rannsóknin er sett í fræðilegt samhengi þar sem saga lögreglunnar hér á landi er rakin ásamt störfum Lögregluskóla ríkisins. Þá er fjallað um lögreglunám á Norðurlöndunum og nám hjá viðmiðunarstéttum. Farið verður yfir aðferðafræði rannsóknarinnar þar sem greint er frá framkvæmd hennar. Rannsóknin er byggð á blandaðri rannsóknaraðferð þar sem notast er við bæði eigindlegar og megindlegar rannsóknaraðferðir við framkvæmd hennar. Blönduð rannsóknaraðferð er talin gefa góða mynd af viðfangsefninu þar sem hún sameinar kosti eigindlegra og megindlegra rannsóknaraðferða ásamt því að lágmarka villur beggja aðferða. Að lokum eru niðurstöður teknar saman og fjallað verður ítarlega um þær í umræðukafla. Helstu niðurstöður benda til þess að grundvöllur sé fyrir töluverðri eflingu á námi lögreglumanna, bæði með lengingu á námi og eflingu á faglegri þekkingu. Þegar litið er til Norðurlandanna og viðmiðunarstétta hér á landi eru fordæmi fyrir því að flytja menntunina á háskólastig. Í niðurstöðum kemur fram að mikill meirihluti lögreglumanna er hlynntur lögreglunámi á háskólastigi. Viðmælendur eru almennt sammála um að efla þurfi námið en leiðir að breytingum eru margar og áherslur viðmælenda misjafnar.