Afstaða stéttarfélaga til uppsagnarfrests á almennum vinnumarkaði

Uppsagnarfrestur er sá tími sem launþegi ber að vinna eftir að uppsögn hefur átt sér stað. Hann er sá sami hvort sem launþegi eða atvinnuveitandi segir upp og því hafa báðir aðilar sömu skyldu til að virða þann frest. Allt frá því að stéttarfélög fóru að skjóta upp kollinum á síðasta fjórðugi 19. al...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Auður Inga Einarsdóttir 1986-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/14650
Description
Summary:Uppsagnarfrestur er sá tími sem launþegi ber að vinna eftir að uppsögn hefur átt sér stað. Hann er sá sami hvort sem launþegi eða atvinnuveitandi segir upp og því hafa báðir aðilar sömu skyldu til að virða þann frest. Allt frá því að stéttarfélög fóru að skjóta upp kollinum á síðasta fjórðugi 19. aldar hefur hlutverkt stéttarfélaga verið í megin dráttum það sama, þ.e. að berjast fyrir bættum hag launþega. Í þessari ritgerð verður afstaða stéttarfélaga til uppsagnarfrests á almennum markaði könnuð. Tekin voru þrjú eigindleg viðtöl við fulltrúa þriggja stéttarfélaga á viðfangsefni ritgerðarinnar. Í meginkafla ritgerðarinnar er hinn almenni vinnumarkaðurinn á Íslandi skoðaður en Íslendingar búa við blandað hagkerfi og er vinnumarkaðurinn í stöðugri þróun. Sumar atvinnugreinar hafa vaxið og dafnað meðan aðrar hafa dregist saman og jafnvel horfið. Slíkar breytingar á atvinnugreinum eru eitt af einkennum þeirrar efnahagsþróunar sem Íslendingar hafa gengið í gegnum. Stéttarfélög eru baráttusamtök launþega. Í ritgerðinni er upphaf þeirra og saga skoðuð en stéttarfélög leystu einstaklinginn af hólmi í baráttunni við atvinnurekendur. Flest stéttarfélög eru aðilar að heildarsamtökum launþega en þeim verða gerð skil ásamt upphafi vinnulöggjafarinnar. Farið verður yfir kjara- og ráðningasamninga, í hverju þeir felast og mikilvægi þeirra fyrir launþegann. Einnig verða hugtökin uppsögn og uppsagnarfrestur skoðuð. Í umræðu kaflanum er farið yfir helstu niðurstöður úr viðtölunum og þeim gerð skil. Allir viðmælendur sem rætt var við voru sammála um að almennt sé gert ráð fyrir að starfsmenn vinni uppsagnarfrestinn. Það eru þó engar fastar reglur í þeim efnunum og í raun í höndum atvinnurekandans hvort starfsmaður sé látinn vinna uppsagnarfrestinn eða ekki. Fyrirtæki vega og meta hagsmuni og fórnakostnað þess að láta starfamann vinna uppsagnarfrestinn. Í sumum tilfellum er það metið sem svo að betra sé að láta starfsmann hætta strax störfum.