Staða íslensks sjávarútvegs með hliðsjón af samstarfi evrópuþjóða

Sjávarútvegur hefur verið ein helsta útflutningsatvinnugrein Íslendinga og hefur verið stór þáttur í efnahagskerfi landsins. Á 14. öld urðu framfarir í skipasmíði til þess að erlend fiskveiðiskip sóttu á miðin við Íslandsstrendur og opnaði það fyrir útflutning og verslun með sjávarafurðir. Með tækni...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ásta Birna Gunnarsdóttir 1984-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/14636
Description
Summary:Sjávarútvegur hefur verið ein helsta útflutningsatvinnugrein Íslendinga og hefur verið stór þáttur í efnahagskerfi landsins. Á 14. öld urðu framfarir í skipasmíði til þess að erlend fiskveiðiskip sóttu á miðin við Íslandsstrendur og opnaði það fyrir útflutning og verslun með sjávarafurðir. Með tæknivæðingu 20. aldar urðu síðan miklar framfarir í sjávarútvegi; skipaflotinn var vélvæddur og markaði það upphaf nútímavæðingar sjávarútvegs á Íslandi. Landhelgin var stækkuð árið 1975 í 200 sjómílur; en það tók nokkur ár að móta stjórn fiskveiða innan landhelginnar. Árið 1983 var aflamarkskerfið tekið upp og leiddi það til hagræðingar í sjávarútveginum. Kerfið hefur þó verið gagnrýnt m.a. þar sem kvóti hefur þótt færast á of fáar hendur og smærri byggðarlög hafa misst frá sér aflaheimildir. EES samningurinn hefur auðveldað Íslandi leið á innri markað Evrópu; með ákvæðum um frelsi í viðskiptum með vörur og ýmis tollafríðindi m.a. fyrir sjávarafurðir og einnig með samræmingu reglna er varða heilbrigði og hollustu. Um 70% af heildarúflutningi sjávarafurða fer til landa innan EES. Ísland sótti um aðild að Evópusambandinu árið 2009. Sjávarútvegsmál Íslendinga munu án efa verða áberandi þegar og ef til áframhaldandi aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið kemur. Í þessari ritgerð er borin saman núverandi stjórn sjávarútvegs á Íslandi og í Evrópusambandinu. Sömuleiðis er litið yfir aðildarsamninga smáríkjanna Möltu og Kýpur og niðurstaða þeirra samninga er varða sjávarútveg borin saman við stöðu Íslands. Einnig er litið yfir aðildarsamning Noregs frá árinu 1994 og gerður samanburður á þeim samningi og væntanlegum samningsmarkmiðum Íslendinga varðandi sjávarútveginn. Sameiginleg stefna sjávarútvegs innan Sambandsins er endurskoðuð á tíu ára fresti. Í ritgerðinni er gefið yfirlit yfir skýrsluna „Iceland, Norway and the EC Common Fisheries Policy“ (2003) sem fjallar um hvernig þær endurbætur sem voru gerðar árið 2002 samræmdust hagsmunum Íslands og Noregs. Sömuleiðis er skoðað hvaða þróun hefur átt sér stað á ...