„Það er náttúrulega ekki hægt að kenna manni allt“ : viðhorf byrjenda í grunnskólakennslu til kennaranáms síns

Greinaflokkur um kennaramenntun til heiðurs Ólafi J. Proppé sjötugum á tíu ára afmæli Netlu – Veftímarits um uppeldi og menntun Megintilgangur þessarar greinar er að gera grein fyrir niðurstöðum rannsóknar á viðhorfum fimm ungra grunnskólakennara til kennaranáms síns. Rannsóknin er langtímarannsókn...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Lilja María Jónsdóttir 1950-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/14578
Description
Summary:Greinaflokkur um kennaramenntun til heiðurs Ólafi J. Proppé sjötugum á tíu ára afmæli Netlu – Veftímarits um uppeldi og menntun Megintilgangur þessarar greinar er að gera grein fyrir niðurstöðum rannsóknar á viðhorfum fimm ungra grunnskólakennara til kennaranáms síns. Rannsóknin er langtímarannsókn þar sem rætt var við kennarana um reynslu þeirra fyrstu fimm árin í starfi frá brautskráningu. Rannsóknarsamvinnan stóð yfir frá 2002–2007. Rannsóknin byggist á eigindlegri rannsóknaraðferð sem höfundur hefur kosið að kalla narratífu á íslensku (e. narrative inquiry) og veit hann ekki til þess að sú aðferð hafi áður verið notuð í menntarannsóknum hér á landi. Helstu niðurstöður voru m.a. þær að kennaranámið þótti að mestu leyti góður undirbúningur undir kennarastarfið og að í langflestum tilvikum hefði það nýst vel. Engu að síður höfðu kennararnir mjög ákveðnar skoðanir á því hvað þyrfti að bæta í kennaranáminu. Lögðu þeir mesta áherslu á lengingu námsins, aukið vettvangsnám, meiri hagnýta kennslufræði, aukna fræðslu um námsefni grunnskólans, aga og bekkjarstjórnun, hvernig best verður komið til móts við nemendur með sérþarfir og foreldrasamstarf. Brýnt er að þeir sem vinna að þróun kennaramenntunar séu í virku samstarfi við kennara á vettvangi um mótun námsins. The central purpose of this article is to elucidate conclusions regarding the views of five beginning teachers regarding their teacher education. This research is a longitudinal study on the experiences of five beginning teachers from graduation from their teacher education programs through their first five years as compulsary school teachers, and the research collaboration in which they took part spanned from 2002 to 2007. The research is based on a qualitative research methodology entitled ‘narrative inquiry’, which has not, at least to the author’s knowledge, been utilized in educational research in Iceland up to this point. The main conclusions were that the young teachers found their teacher education a good preparation for teaching which, in most ...