Íslenskir barnakennarar 1930 og 1960 : félagsleg og lýðfræðileg einkenni

Rannsóknin beinir sjónum að barnakennarastéttinni á tímabilinu 1930–1960 og kannar hvaða áhrif hinar umfangsmiklu samfélagslegu og efnahagslegu breytingar, sem kenndar eru við nývæðingu (e. modernization), höfðu á svipmót hennar. Lögð er áhersla á samanburð milli þéttbýlis og dreifbýlis og á ólíkar...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Loftur Guttormsson 1938-, Ólöf Garðarsdóttir 1959-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/14570
Description
Summary:Rannsóknin beinir sjónum að barnakennarastéttinni á tímabilinu 1930–1960 og kannar hvaða áhrif hinar umfangsmiklu samfélagslegu og efnahagslegu breytingar, sem kenndar eru við nývæðingu (e. modernization), höfðu á svipmót hennar. Lögð er áhersla á samanburð milli þéttbýlis og dreifbýlis og á ólíkar skólagerðir. Árið 1930 var nær þriðjungur kennara farkennarar en þetta hlutfall hafði lækkað í 5% 1960. Kennurum í föstum skólum fjölgaði að sama skapi, mest í Reykjavík. Færð eru rök fyrir því að fagvæðing kennarastéttarinnar hafi að verulegu leyti þegar átt sér stað fyrir 1930; þetta birtist m.a. annars í því að kennarar voru mun eldri og áttu mun lengri kennsluferil en gerðist fyrr á öldinni. Verulegur munur var þó á barnakennarastéttinni eftir skólagerð. Farkennarahópurinn bar framan af svipmót gamla tímans, flestir voru ungir og ógiftir. Árið 1960 voru farkennarar aftur á móti mun eldri en kennarar í föstum skólum. Farskólahald var á undanhaldi og ólíkt því sem var í skólum í hinu vaxandi þéttbýli varð lítil sem engin endurnýjun í farkennarahópnum. Konur voru mun færri en karlar í barnakennarastétt og framan af heyrði til undantekninga að giftar konur legðu stund á kennslu. Hlutur giftra kennara jókst á rannsóknartímabilinu en áfram hélst kynbundinn munur á hjúskaparstöðu kennara. Hvað varðar hlut kennslukvenna naut Reykjavík fyrst um sinn talsverðrar sérstöðu en þar voru áberandi fleiri kennslukonur en annars staðar á landinu. Þær voru eldri en stéttin í heild og áttu að baki langan kennsluferil. Flestar áttu þessar konur feður í efri lögum samfélagsins. Færð eru rök fyrir því að kennaranám hafi verið ákjósanleg leið fyrir þennan hóp til að afla sér framhaldsmenntunar og sjálfstæðra framfærslumöguleika. The study explores how socio-economic changes affected the social and demographic profile of Icelandic primary school teachers during the period 1930 to 1960. The study compares urban and rural areas as well as different school types. We show that there were considerable differences in the social profile of ...