Margbreytileiki og samstaða : niðurstöður úr rannsókn á viðhorfum og gildismati framhaldsskólanema

Greinin fjallar um rannsókn sem stendur yfir á lífsviðhorfum og lífsgildum ungs fólks í framhaldsskólum og beinist athyglin meðal annars að viðhorfum og gildum sem tengjast trúarbrögðum, margbreytileika og samstöðu. Meðal áhugaverðra spurninga er hvaða áhrif samfélagsbreytingar og menningarlegar og...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Gunnar J. Gunnarsson 1950-, Gunnar E. Finnbogason 1952-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/14564
Description
Summary:Greinin fjallar um rannsókn sem stendur yfir á lífsviðhorfum og lífsgildum ungs fólks í framhaldsskólum og beinist athyglin meðal annars að viðhorfum og gildum sem tengjast trúarbrögðum, margbreytileika og samstöðu. Meðal áhugaverðra spurninga er hvaða áhrif samfélagsbreytingar og menningarlegar og félagslegar aðstæður í samfélagi vaxandi margbreytileika hafi á viðhorf ungs fólks. Í greininni er athyglinni beint að þessum spurningum og þær ræddar á grundvelli þess skilnings á manneskjunni að hún sé merkingarskapandi og leitist við að túlka líf sitt og tilvist og gefa því merkingu og tilgang. Ramminn um þá túlkun er menning og samfélag. Við breyttar samfélagsaðstæður þarf ungt fólk að takast á við nýjar spurningar er snerta siðferði og gildismat og taka afstöðu til hefða, venja og stofnana. Þá skiptir máli að sú mynd af veruleikanum sem verður til mæti þörf fyrir merkingu í lífinu, traust og öryggi. Því tengist meðal annars umræðan um þá spurningu hvort samfélagslegt umrót hafi leitt til þess að margt af því sem áður var í fremur föstum skorðum virðist nú á floti. Það getur átt við um ýmis gildi, hefðir og venjur og stöðu og hlutverk ýmissa stofnana. Þar á meðal eru trúarhefðir og trúarstofnanir. Umræðan um veraldarvæðingu og af-veraldarvæðingu, fjölhyggju og margbreytileika á því við í þessu samhengi. Markmið greinarinnar er að ræða valda þætti í niðurstöðum úr fyrri áfanga yfirstandandi rannsóknar á lífsviðhorfum og lífsgildum ungs fólks í þessu ljósi. The article discusses a study in progress, on life views and life values of young people in upper secondary schools in Iceland, focusing, among other things, on attitudes and values related to religion, diversity and solidarity. Among the interesting questions asked was what effect the changing cultural and social conditions in a community of increasing diversity have on the attitudes of young people. The article focuses on such questions, based on the understanding that people seek to interpret and give meaning and purpose to their lives. The frame of ...