„Þotulið“ og „setulið“ : kynjajafnrétti og kennaramenntun

Ný ákvæði um jafnréttisfræðslu í grunnskólalögum og aðalnámskrám hafa tekið gildi. Í 25. grein grunnskólalaga kemur fram að setja skuli ákvæði um inntak og skipulag náms í námsgreinum grunnskólans og þar eru jafnréttismál meðtalin. Í aðalnámskrá grunnskóla er jafnréttisfræðsla talin til samfélagsgre...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Guðný Guðbjörnsdóttir 1949-, Steinunn Helga Lárusdóttir 1949-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/14561
Description
Summary:Ný ákvæði um jafnréttisfræðslu í grunnskólalögum og aðalnámskrám hafa tekið gildi. Í 25. grein grunnskólalaga kemur fram að setja skuli ákvæði um inntak og skipulag náms í námsgreinum grunnskólans og þar eru jafnréttismál meðtalin. Í aðalnámskrá grunnskóla er jafnréttisfræðsla talin til samfélagsgreina ásamt átta öðrum námsgreinum. Í aðalnámskrám allra skólastiga frá 2011 eru sex grunnþættir hafðir að leiðarljósi, þar af er einn um jafnrétti. Af þessu tilefni, og einnig vegna lengingar á kennaramenntuninni frá 2011, var ákveðið að skoða hvernig tekið er á jafnréttisfræðslu í menntun kennara og annarra fagstétta á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknin var gerð á vegum rannsóknarstofunnar RannKyn. Gagna var aflað með viðtölum við átta rýnihópa kennara við Menntavísindasvið, auk viðtals við stjórnanda. Spurningalisti til kennara nýttist ekki vegna lágs svarhlutfalls. Niðurstöður benda til að kennarar skilji hugtakið jafnrétti víðum skilningi og tilhneiging virðist vera til þess að leiða hjá sér eða sýna andstöðu við kynjajafnrétti. Kennarar hafa eigi að síður áhyggjur af því að fordómar, staðalmyndir um kynin og ótti við samkynhneigð séu til staðar í skólum og í kennaramenntun. Sumir kennarar eru áhugasamir og kalla eftir skýrri stefnumörkun, gagnvirkri umræðu og upplýsingum á vefsetrum Menntavísindasviðs og RannKyn. Það er mat höfunda að átak þurfi til að brúa bilið á milli kennaramenntunar, lagaákvæða og kynjafræðilegra rannsókna og skapa rými fyrir jafnréttisfræðslu í kennaranámi. Í greininni er bent á leiðir í þeim tilgangi. New requirements for equality education in compulsory schools in Iceland were mandated by law in 2008 when equality became a new subject in compulsory schools. In the National Curriculum for Compulsory Schools equality education is listed as part of social studies, along with eight other subjects. Moreover, in the National Curriculum Guide for all school levels, equality is listed as one of six values or pillars of education. With reference to the above, and also because of the ...