Svo sæt og brosmild … : umfjöllun í blöðum og tímaritum um íslenskar afreksíþróttakonur á alþjóðavettvangi

Orðræða íslenskra fjölmiðla um íþróttakonur býr yfir eigin einkennum. Þau einkenni eru mjög í anda þeirrar umfjöllunar sem ríkir um konur almennt í íslensku samfélagi en að mörgu leyti ólík þeim einkennum sem fram koma um íþróttakarla. Þetta er niðurstaða rannsóknar á orðræðu íslenskra fjölmiðla yfi...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Guðmundur Sæmundsson 1946-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/14557
Description
Summary:Orðræða íslenskra fjölmiðla um íþróttakonur býr yfir eigin einkennum. Þau einkenni eru mjög í anda þeirrar umfjöllunar sem ríkir um konur almennt í íslensku samfélagi en að mörgu leyti ólík þeim einkennum sem fram koma um íþróttakarla. Þetta er niðurstaða rannsóknar á orðræðu íslenskra fjölmiðla yfir 60 ára tímabil um íslenskar afreksíþróttakonur sem náð hafa árangri á alþjóðavettvangi. Íþróttir eru vígi karlmennskunnar og hafa verið um langan aldur á Íslandi. Í þjóðlífinu almennt hefur konan gjarnan fallið undir tvö grunnstef orðræðu eða táknmyndir, annars vegar verið fjallkonan, táknmynd móðurjarðarinnar; hins vegar fegurðardísin, táknmynd hins villta og taumlausa í eðli ungra nútímakvenna. Íslenskar íþróttakonur virðast í orðræðu fjölmiðla fremur falla inn í þá táknmynd að vera fegurðardísir. Í rannsókninni voru skoðuð stef á borð við kvenlegt útlit, t.d. andlitsfegurð, fallegan líkamsvöxt, kvenlega hárgreiðslu og klæðnað, einnig samviskusemi, dugnað, tilfinningar, metnað, ákveðni og þrjósku, umhyggju og samvinnu. Beitt var aðferðum þemabundinnar og sögulegrar orðræðugreiningar. The discourse of Icelandic media on sportswomen is governed by its own characteristics, which in turn, coincide with the principles generally observed about women in the Icelandic society but in many cases different from those describing sportsmen. This is the conclusion of a research on the discourse of the Icelandic media on Icelandic female athletes for the last 60 years. Sports fortify a sense of masculinity and have done so for a long time in Iceland. In Iceland, generally, the woman has on one hand been the Mother of Iceland (i. fjallkonan – the queen of the mountains): a symbol of the nature and Iceland itself; on the other hand she is the beauty queen: a symbol of the wild and untamed inner nature of the young Icelandic woman. In the discourse of media Icelandic sportswomen better fit with the latter. This research compares and analyses discourse themes like feminine looks, i.e. facial beauty, beautiful body shape, feminine ...