„Ég er svo óvanur svona fjarnemastússi“ : aukinn sveigjanleiki náms við Háskólann á Akureyri

Allir háskólar á Íslandi standa nú frammi fyrir niðurskurði og aukinni samkeppni um nemendur. Til að mæta því hafa skólarnir farið ýmsar leiðir. Á vormisseri 2011 var ákveðið að gera tilraun í Háskólanum á Akureyri með því að kenna þrjú námskeið með mesta mögulegum sveigjanleika hvað varðar stund og...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Eygló Björnsdóttir 1951-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/14547
Description
Summary:Allir háskólar á Íslandi standa nú frammi fyrir niðurskurði og aukinni samkeppni um nemendur. Til að mæta því hafa skólarnir farið ýmsar leiðir. Á vormisseri 2011 var ákveðið að gera tilraun í Háskólanum á Akureyri með því að kenna þrjú námskeið með mesta mögulegum sveigjanleika hvað varðar stund og stað fyrir sem flesta nema í stað þess að líta á námið annað hvort sem fjarnám eða staðnám. Í greininni er kynnt rannsókn sem gerð var meðal nemenda í einu þessara námskeiða að námskeiði loknu. Markmið rannsóknarinnar var að kanna reynslu nemendanna af því að stunda háskólanám með þessum hætti. Niðurstaðan var að nemendurnir voru ánægðir með tilhögun námskeiðsins, skipulag og innihald. Þeim fannst námskeiðið krefjandi en áhugavert og töldu sig hafa lært mikið. All universities in Iceland are now faced with overwhelming budget cuts and at the same time there is an increased competition for applicants. The universities have taken different measures in dealing with this situation. At the University of Akureyri, it was decided to offer three pilot courses in the spring term of 2011 and instead of classifying these courses as either face to face or distance learning, to organize them so that students would have maximum flexibility regarding their timetable and location. This paper outlines a study conducted among students from one of these courses. The objective of the study was to find out what the students thought of academic learning of this kind. The result was that the students were quite satisfied with the arrangement of the course, its layout and content. They found the course challenging but interesting and thought they had learned a lot.