Samstarf í þágu barna : samvinna grunnskóla og barnaverndar

Í samfélagi nútímans er farsæl skólaganga og menntun oftar en ekki lykillinn að velgengni í lífinu. Því er öllum börnum mikilvægt að fá góðan stuðning og hvatningu í námi og þjálfun í félagslegri færni í skólanum. Barnaverndarnefndir á Íslandi sinna á ári hverju miklum fjölda barna á grunnskólaaldri...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Anni G. Haugen 1950-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/14530
Description
Summary:Í samfélagi nútímans er farsæl skólaganga og menntun oftar en ekki lykillinn að velgengni í lífinu. Því er öllum börnum mikilvægt að fá góðan stuðning og hvatningu í námi og þjálfun í félagslegri færni í skólanum. Barnaverndarnefndir á Íslandi sinna á ári hverju miklum fjölda barna á grunnskólaaldri, oftast með því að aðstoða barnið heima, en í þeim tilvikum sem barn er talið vera í hættu á heimili sínu eða í þörf fyrir umfangsmeiri aðstoð er hægt að vista það á fóstur- eða meðferðarheimili. Því má ætla að samstarf skóla og barnaverndar þurfi að vera náið og markvisst en ýmsar vísbendingar eru þó um að það megi bæta. Börnin sjálf og foreldrar þeirra virðast telja æskilegt og mikilvægt að þessar tvær stofnanir vinni vel saman. Yfirleitt telja skólastjórnendur samstarfið vera gott en að skólinn fái takmarkaðar upplýsingar um það hvort unnið sé með mál ákveðinna barna hjá barnaverndarnefnd eða hvernig það sé gert. Ræða þyrfti betur hvernig starfsmenn skóla og barnaverndarstarfsmenn vinna best saman að því að leysa úr málum barna í vanda. Í greininni er fjallað um samstarf skóla og barnaverndar og stöðu barna í skóla og dregnir fram þættir sem þörf er á að bæta frekar til að slíkt samstarf geti þróast og dafnað til hagsbóta fyrir barnið. Greinin er byggð á íslenskum og erlendum rannsóknum og fræðigreinum um efnið. For the sake of the children: Collaboration between schools and child protection Excellence at school and getting a good education is considered the main key to a successful life in modern society. Getting support and encouragement for their academic and social development at school is of vital importance to children. The child protection services in Iceland work with a great number of children of obligatory school age. Most of these children and their families receive help in their homes. Only when the child protection service evaluates the child to be at risk in the home or the child’s needs are greater than that which can be provided for in the home will the child be placed in foster care or an ...