Hópkaupssíður á Íslandi. Rannsókn á markaði hópkaupssíða á Íslandi

Fyrirtæki leitast sífellt eftir því að finna nýjar leiðir til að nálgast viðskiptavini sína á áhrifaríkari og hagkvæmari hátt en áður. Með tilkomu hópkaupssíða á Íslandi hefur nálgun fyrirtækja að viðskiptavinum breyst mikið. Hópkaupssíður gefa fyrirtækjum færi á því að ná til mjög stórs hóps hugsan...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Daníel Guðjónsson 1989-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/14526
Description
Summary:Fyrirtæki leitast sífellt eftir því að finna nýjar leiðir til að nálgast viðskiptavini sína á áhrifaríkari og hagkvæmari hátt en áður. Með tilkomu hópkaupssíða á Íslandi hefur nálgun fyrirtækja að viðskiptavinum breyst mikið. Hópkaupssíður gefa fyrirtækjum færi á því að ná til mjög stórs hóps hugsanlegra viðskiptavina á öllum aldri. Ritgerð þessi fjallar um hinn tveggja ára gamla markað hópkaupssíða á Íslandi. Farið verður yfir það hvernig þessi markaður varð til, hver helstu fyrirtæki á markaðnum eru og hvernig þróunin á markaðnum hefur verið á þeim stutta tíma sem hann hefur verið til. Sýnir þessi ritgerð að þrátt fyrir mikinn uppgang á markaðnum í byrjun þar sem fjöldi hópkaupssíða spratt upp á mjög stuttum tíma var markaðurinn fljótur að ná jafnvægi þar sem aðeins fáar stórar síður með nægilegt fjármagn náðu að halda áfram. Útlit er fyrir að markaður hópkaupssíða sé kominn til að vera á Íslandi og neytendur kunni vel að meta þessa nýju leið til að nálgast vörur og þjónustu.