Sjáðu sönginn hljóma. Söngur á táknmáli – útbreiðsla hans og áhrif á viðhorf

Táknmál er tungumál sem talað er í þögn en söngur listform sem almennt byggist á hljóði. Þetta tvennt tengist þó með fjölbreyttum hætti bæði hérlendis og erlendis. Til að skoða með hvaða hætti söngur og táknmál hafa mæst hér á landi var rætt við einstaklinga sem hafa tekið þátt í því móti og leitast...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hildur Heimisdóttir 1971-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/14510
Description
Summary:Táknmál er tungumál sem talað er í þögn en söngur listform sem almennt byggist á hljóði. Þetta tvennt tengist þó með fjölbreyttum hætti bæði hérlendis og erlendis. Til að skoða með hvaða hætti söngur og táknmál hafa mæst hér á landi var rætt við einstaklinga sem hafa tekið þátt í því móti og leitast við að draga upp mynd af sviði táknmáls og söngs á Íslandi. Söngur og táknmál hér á landi reyndust eiga rekjanlega sögu þótt hún sé ekki rakin með vísindalegum hætti í þessari ritsmíð. Í löndunum í kringum okkur má sjá táknmál og söng birtast með fjölbreyttum hætti á opinberum vettvangi, það birtingarform er haft til hliðsjónar við hið íslenska. Hlíðaskóli í Reykjavík er eini grunnskólinn á Íslandi sem stefnir að tvítyngi heyrnarskertra barna á íslensku og táknmáli. Þar má oft sjá börn syngja á táknmáli. Höfundur hefur tekið þátt í undirbúningi og flutningi þess söngs og því er nálgun kennara og barnanna í Hlíðaskóla að táknmálssöng ætíð höfð til hliðsjónar. Meginmarkmið höfundar er að skoða hlutverk söngs í mótun viðhorfs í garð táknmálsins. Söngur telst tvímælalaust til menningar og því nauðsynlegt að skoða hlutverk hans í menningu heyrandi og heyrnarlausra áður en hægt er að skoða táknmál og söng. Þegar fjallað er um viðhorf til táknmáls er viðhorf til málhafa þess órjúfanlegur þáttur þar af. Samkvæmt hugmyndum Katz (1960) má hafa áhrif á viðhorf. Það gildir einnig um viðhorf til tungumála. Markviss stýring viðhorfs til tungumála hefur lítið sést í skjölum um málstefnu. Það bendir þó margt til þess að hægt sé að hafa áhrif á verndun og framgang mála með stýringu viðhorfs málhafa og annarra til þeirra. Niðurstöður þessarar ritgerðar sýna að samspil táknmáls og söngs getur haft jákvæð áhrif á viðhorf fólks til táknmáls og þannig stuðlað að fundi ólíkra menningarhópa á sameiginlegum vettvangi.