Fjárfestingar í sjóðum á Íslandi

Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að skoða til hvaða þátta þurfi að líta þegar fjárfest er í sjóðum og hvaða upplýsingar þurfi að vera til staðar til þess að fjárfestir geti tekið upplýsta ákvörðun í fjárfestingu sinni. Skoðað verður hvaða áhætta fylgir fjárfestingu í sjóðum, hvaða ávöxtun búast me...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Snædís Helgadóttir 1990-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/14494
Description
Summary:Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að skoða til hvaða þátta þurfi að líta þegar fjárfest er í sjóðum og hvaða upplýsingar þurfi að vera til staðar til þess að fjárfestir geti tekið upplýsta ákvörðun í fjárfestingu sinni. Skoðað verður hvaða áhætta fylgir fjárfestingu í sjóðum, hvaða ávöxtun búast megi við og hvernig megi verðleggja sjóði út frá áhættu þeirra. Þetta verður skoðað út frá kenningum Harry Markowitz og CAPM líkaninu sem þróaðist út frá kenningum hans. Í þeim kenningum kemur m.a. fram að best er að fjárfesta í vel dreifðu safni bréfa þar sem lítil fylgni er milli bréfa. Einnig er ljóst að mikilvægt er fyrir fjárfesta að finna skilvirk söfn og fjárfesta í besta safninu miðað við áherslur hvers fjárfestis á ávöxtun með tilliti til áhættu hverju sinni. Hvaða væntu ávöxtun fjárfestirinn býst við að fá og hvaða áhættu hann telur sig vera að taka er svo yfirleitt það sem að ræður úrslitum um það hvaða sjóði fjárfest er í. Þá verður skoðað hvernig sjóðir eru á Íslandi og lög um verðbréfasjóði, fagfjárfestasjóði og fagfjárfestasjóði nr. 108/2011 sem gilda um þá. Litið verður til hverjar fjárfestingarheimildir sjóðanna eru og hvernig þeir eru flokkaðir niður þ.e. í hlutabréfasjóði, skuldabréfasjóði, peningamarkaðssjóði o.s.frv. Að lokum verður skoðað hvaða upplýsingar þurfi að vera á upplýsingablöðum rekstrarfélaganna um sjóði s.s. að það komi fram af hvaða tegund sjóðurinn er svo að fjárfestirinn viti hvaða fjárfestingarheimildir sjóðurinn hefur og hvaða fjárfestingarstefnu sjóðurinn fylgir. Einnig þurfa að vera upplýsingar um tölfræðileg gildi sjóðanna og hvernig þau eru reiknuð svo fjárfestar geti metið þá áhættu og ávöxtun sem fylgir hverjum sjóði. Það er mismunandi hvort þessar upplýsingar eru gefnar upp eða ekki og ef þær eru gefnar upp eru þær yfirleitt ósamanburðarhæfar.