Morgunhanar : frumkvöðlaverkefni í nærsamfélagi Vesturbæjar

Morgunhanaverkefnið er frumkvöðlaverkefni. Það felst í að aðstoða nemendur í 8.-10. bekk grunnskólans í Hagaskóla við að vakna á morgnana og koma sér í skólann á réttum tíma. Gerð var rannsókn á hvort mæting þátttakenda verkefnisins skánaði eða versnaði. Einnig var kannað hvort þátttaka í verkefninu...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Halla Frímannsdóttir
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2007
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/1428
Description
Summary:Morgunhanaverkefnið er frumkvöðlaverkefni. Það felst í að aðstoða nemendur í 8.-10. bekk grunnskólans í Hagaskóla við að vakna á morgnana og koma sér í skólann á réttum tíma. Gerð var rannsókn á hvort mæting þátttakenda verkefnisins skánaði eða versnaði. Einnig var kannað hvort þátttaka í verkefninu hefði jákvæð eða neikvæð áhrif á samskipti foreldra og barna. Að lokum var skoðað hvort samskipti námsráðgjafa við þátttakendur verkefnisins efldust með þátttökunni. Helstu niðurstöður voru að með þátttöku í Morgunhanaverkefninu skánaði skólamæting nemenda. Einungis eitt foreldri sagði að verkefnið hefði haft jákvæð áhrif á samskipti á milli sín og barnsins. Hinir foreldrarnir töldu það ekki hafa haft nein áhrif, þ.e. hvorki jákvæð né neikvæð. Ekki kemur beint fram í niðurstöðum hvort samskipti ráðgjafa og þátttakenda hafi eflst en samskipti almennt eru talin auðveld og góð. Hægt verður að nota niðurstöður til að undirstrika hversu gott úrræði Morgunhanaverkefnið er inn í nærsamfélagið. Þá verður stuðst við niðurstöður úr rannsókninni til að útbúa kynningar- og fræðsluefni fyrir aðrar þjónustumiðstöðvar í Reykjavík. Er áætlað að kynningar hefjist haust 2007.