Markaðsstarf íslensku tryggingafélaganna

Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að skoða markaðsstarf fjögurra stærstu tryggingafélaganna á Íslandi með það í huga hvort tryggingafélögin séu að beita sambærilegum aðferðum við markaðsstarf sitt. Gerð er athugun á því hvaða aðferðum tryggingafélögin beita við að ná í nýja neytendur og halda í þá...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Björg Helgadóttir 1980-
Other Authors: Háskólinn á Bifröst
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/14171
Description
Summary:Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að skoða markaðsstarf fjögurra stærstu tryggingafélaganna á Íslandi með það í huga hvort tryggingafélögin séu að beita sambærilegum aðferðum við markaðsstarf sitt. Gerð er athugun á því hvaða aðferðum tryggingafélögin beita við að ná í nýja neytendur og halda í þá viðskiptavini sem fyrir eru hjá tryggingafélaginu. Auglýsingar tryggingafélaganna eru skoðaðar og hvaða skilaboð auglýsingar fyrirtækjanna eru að reyna að koma til neytenda. Leitað verður svara við eftirfarandi rannsóknarspurningu: “ Hvaða aðferðum beita tryggingafélögin á Íslandi til að ná í nýja viðskiptavini og halda þeim sem fyrir eru? “ Rannsóknin á tryggingafélögunum leiddi í ljós að vátryggingamarkaðurinn er gagnsær og þjónusta þeirra er frekar einsleit. Tryggingafélögin beita samskonar aðferðum við markaðsstarf til dæmis með því vekja á sér athygli og minna á sig. Fyrirtækin notast öll við svipaðar aðferðir varðandi kynningarefni, starfsmannastefna þeirra er mjög svipuð og þau bjóða öll upp á einhver afsláttakjör fyrir viðskiptavini sína. Höfundur telur það í rauninni ekki óeðlilegt að tryggingafélögin beiti sambærilegum aðferðum þar sem flest fyrirtæki styðjast við fræðilegt efni varðandi hvernig eigi að koma sér áfram á markaðnum og auka markaðshlutdeild sína. Auglýsingar allra tryggingafélaganna eru ólíkar en boðskapur þeirra er sá sami. Þær byggja allar á forvarnargildum þar sem markmið tryggingafélaganna er að minnka tjóna- og slysatíðni í þjóðfélaginu. Auglýsingar tryggingafélagsins Varðar greina sig örlítið frá auglýsingum hinna tryggingafélaganna þar sem þeim er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um verðmæti og þar að leiðandi er verið að ýta undir tryggingaþörf.