Upplifun nokkurra eldri borgara af litlum félagslegum samskiptum sínum : einmana?

Íslenska þjóðin er að eldast og telur í dag u.þ.b. 34.800 einstaklinga 67 ára og eldri, Hagstofa Íslands (e.d.) gerir ráð fyrir að sá fjöldi muni tvöfaldast á næstu 20 árum. Íslensk rannsókn bendir til þess að u.þ.b. 8,6 % eldri borgara 80 ára og eldri séu einmana og umgangist aðra einstaklinga líti...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Helga Þórunn Sigurðardóttir 1962-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/14132
Description
Summary:Íslenska þjóðin er að eldast og telur í dag u.þ.b. 34.800 einstaklinga 67 ára og eldri, Hagstofa Íslands (e.d.) gerir ráð fyrir að sá fjöldi muni tvöfaldast á næstu 20 árum. Íslensk rannsókn bendir til þess að u.þ.b. 8,6 % eldri borgara 80 ára og eldri séu einmana og umgangist aðra einstaklinga lítið eða sjaldan. Hugmyndin að þessu verkefni kviknaði eftir að ég las blaðafréttir um eldri borgara sem höfðu látist á heimilum sínum og verið þar án þess að nokkur vitjaði þeirra um langt skeið. Það hlýtur að vera siðferðileg skylda samfélagsins að hlúa að eldri borgurum og tryggja þeim ánægjuleg efri ár. Þess vegna var markmiðið með þessari rannsókn að varpa ljósi á upplifun einmana eldri borgara á félagslegum samskiptum sínum, með það í huga að skoða hvernig má bæta aðstæður þeirra. Í rannsókninni voru notaðar eigindlegar rannsóknaraðferðir og gagna aflað með sjö viðtölum og tveimur vettvangsheimsóknum. Leitast var við að skoða hver væri reynsla og upplifun viðmælenda af því að vera í litlum félagslegum samskiptum. Gerð var grein fyrir fræðilegum kenningum sem tengjast öldrun, auk þess sem lög og reglugerðir um málefni aldraða voru skoðuð. Niðurstöður leiddu í ljós að þátttakendur í rannsókninni voru í litlum félagslegum samskiptum og sex af sjö þeirra voru einmana. Þá langaði að hafa meiri félagsskap og eitthvað við að vera og komu fram með hugmyndir sem gætu bætt aðstöðu þeirra og annarra. Einstaklingar sem eru án reglulegra tómstunda teljast líklegri til að verða einmanna, þunglyndir og heilsuverri en þeir sem eiga sér tómstundir. Þá ber samfélagið meiri kostnað vegna þeirra t.d. í formi læknisaðstoðar. Mikilvægt er að tryggja öldruðum ánægjulega daga sem geta aukið lífsgæði og hamingju þeirra. Fagfólk eins og tómstunda- og félagsmálafræðingar hafa sérþekkingu til að vinna að slíkum málefnum í samvinnu við aldraða, ríki og sveitafélög. Experiences of some senior citizens of limited social relationships: Lonely? The proportion of elderly people living in Iceland is increasing and the population of Iceland now ...