Stærðfræði í nútíma samfélagi : spjaldtölvur og stærðfræðinám leikskólabarna

Í þessari ritgerð er sagt frá rannsókn sem unnin var í leikskóla á höfuðborgarsvæðinu. Rannsóknaraðferðin var eigindleg og gagna aflað með myndbandsupptökum, skriflegum gögnum og óformlegum viðtölum veturinn 2011 til 2012. Þátttakendur voru auk mín, hópstjóri verkefnisins og sex leikskólabörn sem hö...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Þóra Dögg Ómarsdóttir 1982-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/14077
Description
Summary:Í þessari ritgerð er sagt frá rannsókn sem unnin var í leikskóla á höfuðborgarsvæðinu. Rannsóknaraðferðin var eigindleg og gagna aflað með myndbandsupptökum, skriflegum gögnum og óformlegum viðtölum veturinn 2011 til 2012. Þátttakendur voru auk mín, hópstjóri verkefnisins og sex leikskólabörn sem höfðu lært að nota spjaldtölvur. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvernig upplýsingatækni nýtist ungum börnum við stærðfræðinám. Sjónum var beint að félagslegum samskiptum barnanna, áhuga þeirra og virkni og þeim aðferðum sem börnin beittu við að leysa stærðfræðiverkefni. Fræðilegt samhengi rannsóknarinnar byggir á hugmyndum Vygotsky um nám og leik barna, félagsleg samskipti og hlutverk hins fullorðna í námi þeirra. Þá er fjallað um upplýsingatækni og hvernig hún nýtist börnum til náms. Að auki er gerð grein fyrir þeim stærðfræðihugtökum sem börn takast á við í tölvuleikjum og fjallað um hvernig stærðfræðiskilningur ungra barna þróast. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að mikil félagsleg samskipti fara fram milli barna þegar unnið er í spjaldtölvum við að leysa stærðfræðileg viðfangsefni. Þá voru börnin almennt áhugasöm, námfús og virk þann tíma er þau unnu í spjaldtölvunum og voru auk þess dugleg við að aðstoða hvert annað við lausnir á dæmum og við tæknileg atriði. Rannsóknin hefur opnað augu mín fyrir því hve spjaldtölvur geta verið öflugt verkfæri til leiks og náms með ungum börnum. Niðurstöðurnar sýna að með hjálp upplýsinga¬tækni getur stærðfræði orðið að skemmtilegum leik sem stuðlar að þekkingarleit barna og skapar þannig öflugt námssamfélag. Það er von mín að niðurstöður rannsóknarinnar geti nýst í leikskólum og stuðli að notkun upplýsingatækni í leik og námi með ungum börnum. Jafnframt að þær beini sjónum að mikilvægi þess að við val á kennslu-forritum sé haft í huga að þau henti þroska barna, veki áhuga þeirra og hvetji til náms. This paper will discuss a study that was carried out in a preschool in Reykjavík. The study’s investigative technique was qualitative and data was obtained through video ...