Skóli á tímamótum? : viðhorf reyndra framhaldsskólakennara til breytinga í skólastarfi

Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á reynslu og upplifun íslenskra framhaldsskólakennara á breytingum í starfi sínu síðastliðinn aldarfjórðung, þ.e. frá útgáfu fyrstu samræmdu námskrárinnar fyrir framhaldsskóla árið 1986. Áhersla var lögð á að kanna áhrif ólíkra námskráa á skólaþróun, sérsta...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Árný Helga Reynisdóttir 1962-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/14067
Description
Summary:Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á reynslu og upplifun íslenskra framhaldsskólakennara á breytingum í starfi sínu síðastliðinn aldarfjórðung, þ.e. frá útgáfu fyrstu samræmdu námskrárinnar fyrir framhaldsskóla árið 1986. Áhersla var lögð á að kanna áhrif ólíkra námskráa á skólaþróun, sérstaklega þeirrar nýjustu frá 2011. Tólf framhaldsskólakennarar úr jafnmörgum námsgreinum tóku þátt í rannsókninni og störfuðu þeir í fjórum ólíkum skólum. Kennararnir höfðu allir kennt í a.m.k. 25 ár. Rannsóknin er eigindleg og byggist á hálfopnum viðtölum sem voru tekin sumarið 2012. Niðurstöður benda til að töluverðar breytingar hafi orðið á starfi og hlutverki framhaldsskólakennara á síðasta aldarfjórðungi. Viðmælendur lýstu verulegum breytingum á viðhorfum nemenda til skólans og námsins. Einnig töldu þeir að þróun í tölvu- og upplýsingatækni hefði haft mikil áhrif á skólastarfið. Breytingarnar endurspeglast í samskiptum nemenda og kennara og margir nefndu að þær hafi leitt til fjölbreyttari kennsluhátta. Fram kom að ný verkefni hefðu bæst við kennarastarfið, sérstaklega ýmis umsýsla og uppeldisleg viðfangsefni. Rannsóknin leiddi í ljós ólík viðhorf gagnvart tilraun yfirvalda til sam-ræmingar framhaldsskólanámsins sem hófst með aðalnámskránni 1999. Í aðalnámskrá 2011 er snúið frá ítarlegri markmiðasetningu og voru allir viðmælendur jákvæðir gagnvart þeim almennu markmiðum sem hún byggir á. Margir höfðu þó talsverðar áhyggjur af innleiðingu námskrárinnar. Af niðurstöðunum má draga þá ályktun að þörf sé á að fylgja vel eftir þeim breytingum sem námskráin 2011 boðar, ekki síst ef haft er í huga hve hægt hefur gengið að breyta skólastarfi í framhaldsskólum í sögulegu tilliti. Vonast er til að niðurstöðurnar sýni mikilvægi þess að styðja kennara með markvissum hætti við að finna markmiðunum farveg með hliðsjón af þörfum nemenda, helst með því að efna til víðtæks og reglulegs samstarfs kennara þvert á námssvið. The aim of this study was to gain an insight into what experienced upper secondary school teachers in Iceland ...