Samanburður á viðhorfi þriggja Evrópulanda til iðnaðarverkfræði

Árið 2010 var hleypt af stokkunum samstarfsverkefni í sex Evrópulöndum: Danmörku, Þýskalandi, Íslandi, Írlandi, Hollandi og Svíþjóð sem nefnist Industrial Engineering Standards in Europe (IESE) Markmiðið með verkefninu var að samræma kennslu í iðnaðarverkfræði í löndunum sex. Tvö meistaraverkefni í...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sara Elísabet Svansdóttir 1982-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/14013
Description
Summary:Árið 2010 var hleypt af stokkunum samstarfsverkefni í sex Evrópulöndum: Danmörku, Þýskalandi, Íslandi, Írlandi, Hollandi og Svíþjóð sem nefnist Industrial Engineering Standards in Europe (IESE) Markmiðið með verkefninu var að samræma kennslu í iðnaðarverkfræði í löndunum sex. Tvö meistaraverkefni í iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands voru mótuð út frá samstarfsverkefni þessu. Hið fyrra unnið af Engilráð Ósk Einarsdóttur, snerist um að skilgreina góða kennslu í iðnaðarverkfræði. Hið síðara er rannsóknarverkefni unnið af undirritaðri þar sem viðhorf þriggja Evrópulanda til iðnaðarverkfræði voru borin saman. Í þessari rannsókn voru notaðar niðurstöður úr spurningalistum sem lagðir höfðu verið fram í löndunum þremur vegna IESE verkefnisins. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna mun á viðhorfi sérfræðinga þriggja Evrópulanda til iðnaðarverkfræði. Spurningalisti var sendur til 100 einstaklinga sem starfa í iðnfyrirtækjum á Íslandi. Samskonar könnun var einnig gerð á Írlandi og Hollandi. Í framtíðinni verður hún líka gerð í Þýskalandi, Danmörku og Svíþjóð. Könnunin var nafnlaus og ekki var hægt að rekja svör til einstakra þátttakenda. Þátttakendur voru 51 á Íslandi, 60 á Írlandi og 33 í Hollandi. Fervikagreiningu og Kruskal - Wallis prófi var beitt á svör við spurningalistanum til að bera saman meðaltöl landanna. Til þess var notast við tölfræðiforritið R. Niðurstöðurnar voru þær að marktækur munur var á viðhorfi Íslands, Írlands og Hollands til stjórnunar almennt, aðgerðagreiningar, undirflokka nýsköpunar og tækni almennt og mannlegra þátta almennt. Ekki var þó martækur munur á viðhorfi til undirflokka stjórnunar, framleiðsluferla, nýsköpunar og tækni almennt, umhverfismála almennt og undirflokka mannlegra þátta. In 2010 a collaborative project named Industrial Engineering Standards in Europe (IESE) was started in six European countries: Denmark, Germany, Iceland, Ireland, the Netherlands and Sweden. The goal of the project was to coordinate education in industrial engineering in the six countries. Two Masters ...