Áhrif alkóhólisma foreldra og forráðaaðila á börn þeirra

Aukning hefur verið á notkun áfengis hér á landi eins og öðrum vesturlöndum, en samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni(WHO) er notkun áfengis þriðji stærsti áhættuþáttur slæmrar heilsu einstaklinga á heimsvísu. Sumir sem neyta áfengis þróa með sér sjúkdóminn alkóhólisma en hann er talin hafa afd...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Kristín María Þórðardóttir 1989-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/13992
Description
Summary:Aukning hefur verið á notkun áfengis hér á landi eins og öðrum vesturlöndum, en samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni(WHO) er notkun áfengis þriðji stærsti áhættuþáttur slæmrar heilsu einstaklinga á heimsvísu. Sumir sem neyta áfengis þróa með sér sjúkdóminn alkóhólisma en hann er talin hafa afdrifarík áhrif á einstaklinginn sjálfan, auk nánustu fjölskyldu hans. Tilgangur þessarar fræðilegu úttektar var að skoða hvort og hvaða áhrif það getur haft á börn og unglinga að alast upp við alkóhólisma. Úrræði fyrir börn alkóhólista voru skoðuð hérlendis og annars staðar. Einnig var skoðað hvað hjúkrunarfræðingar geta gert til að leggja þessum börnum lið. Niðurstöður samanburðarannsókna á börnum alkóhólista sýna aukna hættu á vandamálum tengdum þroska, námsgetu, hegðun, tilfinningalegum og andlegum þáttum. Þau geta átt erfiðara með að tengjast sterkum vinaböndum og síðar meir að stofna til ástarsambanda. Einnig eru þau talin eigi erfiðara með að þróa með sér sjálfstjórn en fylgni er talin vera milli góðrar sjálfstjórnar og jákvæðs þroska. Sum börn virðast þróa með sér vissa seiglu til að takast á við aukið álag án þess að brotna undan. Það á ekki við öll börn og er því nausynlegt að bregðast við snemma og hjálpa þeim að mynda með sér einhverskonar vörn gegn hættunni. Lykilorð: Alkóhólismi, alkóhólisti, börn, þroski, seigla. According to the World Health Organisation, alcohol consumption in Iceland and other western countries has increased and is now considered the third major influence on poor health of individuals worldwide. Number of individuals who consume alcohol can develop alcoholism which is considered to have dramatic influence on the individual and the people around him. The purpose of this thesis was to explore whether and how exposure to alcoholism can influence children’s development. Possible solutions in Iceland and other countries for children exposed to parental alcoholism were examined as well as useful methods nurses can assist and support these children were identified. Comparison research ...