Er munur á þjónustu fyrir verðandi foreldra varðandi fósturskimanir eftir búsetu?

Fósturskimun með samþættu líkindamati er orðinn hluti af hefðbundinni meðgönguvernd víða á vesturlöndum. Hér á landi er skýrt kveðið á um að heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir konum í meðgöngu skuli bjóða upplýsingar um skimunina til þess að þær geti tekið upplýsta ákvörðun. Rannsóknir benda hins vega...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Guðrún Kormáksdóttir 1963-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/13991
Description
Summary:Fósturskimun með samþættu líkindamati er orðinn hluti af hefðbundinni meðgönguvernd víða á vesturlöndum. Hér á landi er skýrt kveðið á um að heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir konum í meðgöngu skuli bjóða upplýsingar um skimunina til þess að þær geti tekið upplýsta ákvörðun. Rannsóknir benda hins vegar til þess að ákvörðun kvenna um að þiggja eða hafna skimun sé háð samspili margra þátta, eins og þekkingu kvenna á skimuninni, viðhorfum, reynslu, upplýsingum frá fagfólki og aðgengi að þjónustunni. Í heilbrigðiskerfum flestra ríkja er lögð áhersla á jafnan aðgang fólks að heilbrigðisþjónustu. Niðurstöður rannsókna hér á landi sem og erlendis benda hins vegar til að þessu sé að ábótavant. Tilgangur þessarar rannsóknar er því að skoða hvort búseta hafi áhrif á notkun kvenna á fósturskimun, hvernig fræðsla er veitt á mismunandi stöðum á landinu miðað við klínískar leiðbeiningar, hvernig konur meta upplýsingar sem verið er að veita, hvar og á hvaða formi þær fá upplýsingar og notkun þeirra á ómskoðunum. Markmið rannsóknar er að samræma þessa þjónustu á landsvísu m.t.t. klínískra leiðbeininga. Rannsóknin er meigindleg lýsandi ferilrannsókn og byggir á gögnum úr rannsókninni „Barneign og heilsa“. Gagnasöfnun fór fram árin 2009-2011 og var konum sem komu í fyrstu skoðun 2009-2010 boðin þátttaka. Úrtakið var hentugleikaúrtak þar sem 1765 konum var sendur spurningalisti sem 1111 (63%) svöruðu. Í þessari ritgerð er unnið með spurningar sem tengdust fósturskimun. Við úrvinnslu gagna var notuð lýsandi tölfræði. Marktæknimörkin miðast við  0,05. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að munur sé á þjónustu fyrir verðandi foreldra varðandi fósturskimun eftir búsetu. Þar má sjá að flestar konur í Reykjavík (80%) fara í fósturskimun með samþættu líkindamati, 70% kvenna á Akureyri, 62% kvenna í Fjarðabyggð en einungis 29% kvenna á Akranesi. Almennt virtust konur í Fjarðabyggð ánægðastar með þá fræðslu sem þær eru að fá um fósturskimanir. Konur á Akranesi voru síst ánægðar með þessa fræðslu. Lykilorð: fósturskimun, ...