Að gera hæfni sýnilega : mat á raunfærni

Í þessari grein er fjallað um hugmyndafræðina á bak við raunfærni og raunfærnimat. Gerð er grein fyrir þeim hugtökum sem notuð eru í umfjöllun um raunfærni og raunfærnimat og þau skilgreind. Fjallað er um þróun raunfærnimats og tekin dæmi af aðferðum við matið. Lýst er þróun hugmynda og framkvæmdar...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Gunnar E. Finnbogason 1952-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2009
Subjects:
Bak
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/13990
Description
Summary:Í þessari grein er fjallað um hugmyndafræðina á bak við raunfærni og raunfærnimat. Gerð er grein fyrir þeim hugtökum sem notuð eru í umfjöllun um raunfærni og raunfærnimat og þau skilgreind. Fjallað er um þróun raunfærnimats og tekin dæmi af aðferðum við matið. Lýst er þróun hugmynda og framkvæmdar við raunfærnimat á Íslandi, á Norðurlöndunum og þá sérstaklega í Svíþjóð. Meginniðurstöður greinarinnar eru þær að með aukinni áherslu á raunfærnimat þurfi menntastofnanir og fyrirtæki að skilgreina nákvæmar hvaða kröfur um hæfni séu gerðar til að geta stundað ákveðin störf og hvaða skilyrði séu sett til að geta stundað ákveðið nám. Raunfærnimat hefur fyrst og fremst verið sniðið að þörfum fullorðins fólks og á það bæði við um menntastofnanir og atvinnulífið. Í samfélagi sem stöðugt er að breytast og á tímum hnattvæðingar er áríðandi að einnig verði þróaðar aðferðir til að meta raunfærni hjá ungu fólki. Mikilvægt er fyrir einstakling að geta fengið vitneskju um hvað hann kann við ákveðin tímamót á námsferlinum til að vera betur í stakk búinn að velja starf eða áframhaldandi nám. Þetta er ekki síst mikilvægt þar sem ungt fólk aflar sér í auknum mæli þekkingar og hæfni á öðrum stöðum en í formlegum menntastofnunum. Það er vandasamt að meta raunfærni og margt þarf að þróa nánar, svo sem framkvæmd matsins, samræmingu á milli stofnana og fjármögnun þess. This article is about the ideology behind the validation of informal/nonformal learning. Also, the concepts that are used in the discussion of the validation of informal/nonformal learning are explained and defined. The development of a validation approach is discussed and examples of implementation presented. The validation of ideas and implementation of informal/nonformal learning in Iceland and other Nordic countries, especially Sweden, are described. One conclusion is that with an increased emphasis on the validation of informal/nonformal learning, companies and educational institutions must define in more detail the competence demands that must be met in order to do ...