Prófanir á ljósastaur úr basalttrefjastyrktu plastefni

Verkefni þetta fjallar um hvort hægt sé að nota basalttrefjastyrkt plastefni í ljósastaura hér á landi og voru gerðar rannsóknir á einingu úr slíkum staur. Í fyrri hluta verkefnisins er fjallað almennt um ljósastaura og sýndar eru reikniaðferðir til að greina vindálag á ljósastaura. Einnig er fjalla...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Guðmundur Þorsteinn Bergsson 1988-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/13975
Description
Summary:Verkefni þetta fjallar um hvort hægt sé að nota basalttrefjastyrkt plastefni í ljósastaura hér á landi og voru gerðar rannsóknir á einingu úr slíkum staur. Í fyrri hluta verkefnisins er fjallað almennt um ljósastaura og sýndar eru reikniaðferðir til að greina vindálag á ljósastaura. Einnig er fjallað almennt um trefjastyrkt plastefni, basalt og basalttrefjar. Reikniaðferðir fyrir trefjastyrkt plastefni eru síðan kynntar. Í seinni hluta verkefnisins er fjallað um rannsóknarhluta verkefnisins. Fjallað er ítarlega um framkvæmd og undirbúning þeirra prófana sem voru gerðar en bæði var framkvæmd stífniprófun á staurhlutanum og prófaðar tvær útfærslur á festingum fyrir staurinn. Útreikningar á vindálagi sýndu að vægi niðri við jörð væri 2,36 kNm en reiknað hámarksvægi sem staurinn þolir skv. ÍST EN 40-3-3:2003 er 2,56 kNm. Gerð var þriggjapunkta beygjustífniprófun og mældist stífni staursins u.þ.b. 14 GPa. Prófaðar voru tvær festingar undir togáraun fyrir staurinn. Annars vegar einsniðs festing þar sem stálrör kom innan í staurinn og boltaðist við staurinn með sex M10 boltum og hins vegar tvísniðs festing þar sem heilt stálrör kom utan um staurinn en innan í staurinn kom stálrör sem klofið var á milli boltagatana til að það myndi herðast að staurnum, sú festing var tengd við staurinn með fjórum M10 boltum. Fyrri festingin þoldi 28,41 kN áður en skemmdir fóru að sjást við boltana en sú seinni þoldi 67,76 kN án þess að óásættanlegar formbreytingar hefðu orðið í boltagötunum. This thesis examines the possibility of using basalt fiber reinforced polymers (BFRP) in composites for lighting poles in Iceland. The tube of such composite lighting pole were tested. In the first part of the thesis are general discussion about lightning poles and calculation methods to analyse wind load on lighting poles are presented. Also there is a general overview of fiber reinforced polymers (FRP), basalt and basalt fibers. Calculation methods for FRP are then presented. The second part of the thesis focuses on the research part of the ...