Nýliðinn : móttaka og þjálfun

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Móttaka nýs starfsmanns á vinnustað er vandasamt verk. Miklu máli skiptir að vel sé vandað til verksins. Við ráðningu nýliða er mikilvægt að byggja á markvissri starfsgreiningu og starfslýsingu þar sem settar eru fram kröfur til viðkoman...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Berglind Kristinsdóttir
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2005
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/1396
Description
Summary:Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Móttaka nýs starfsmanns á vinnustað er vandasamt verk. Miklu máli skiptir að vel sé vandað til verksins. Við ráðningu nýliða er mikilvægt að byggja á markvissri starfsgreiningu og starfslýsingu þar sem settar eru fram kröfur til viðkomandi starfsmanns. Nýliðafræðsla er jafn mikilvæg í stórum sem smáum fyrirtækjum, þó svo að í raunveruleikanum gefi stærri fyrirtæki þessum málum meiri gaum. Markmið nýliðafræðslu er að miðla upplýsingum um fyrirtækjamenningu, starf og samskipti á vinnustað. Áður en nýliðaþjálfun hefst er nauðsynlegt að gera þarfagreiningu. Skilgreina þarf áhrif þjálfunar. Til að öðlast samkeppnisforskot á markaði og aðlaga sig breyttu umhverfi er mikilvægt að fyrirtæki hafi yfir hæfu starfsfólki að ráða, með viðeigandi þekkingu, færni og viðhorf. Vel þjálfaður starfsmaður laðar að sér viðskiptavini og eykur tryggð þeirra. Í ritgerð þessari eru greindar þær aðferðir sem Icelandair notar við að taka á móti nýju starfsfólki og þjálfa það. Markmiðið er að bera aðferðirnar sem fyrirtækið notar saman við fræðin sem kennd eru í mannauðsstjórnun. Leitast er við að svara hvort fyrirtækið sé á réttri leið eða hvort gera megi betur? Til að skoða þetta var sendur spurningalisti til starfsfólks Icelandair þar sem leitað var svara við spurningum sem snúa að móttöku og þjálfun nýliða. Úrtakshópurinn samanstóð af 56 einstaklingum sem valdir voru með slembiúrtaki. Könnunin var send með rafrænum hætti til starfsfólksins og svarhlutfallið var 32%. Icelandair vinnur markvisst eftir þjálfunaráætlun sem tekur á flestum þáttum er snúa að þeim störfum sem þar eru unnin. Könnunin leiddi í ljós að 88% svarenda voru ánægðir með móttöku á vinnustað en aðeins 66% fannst nægilega vel staðið að endurþjálfun. Lykilorð: Starfsmat, móttaka nýliða, þjálfunaraferðir, starfsþjálfun, mat á árangri.