Hylming og peningaþvætti : er beggja ákvæðanna þörf?

Þegar ákvæði 254. gr. almennra hegningarlaga um hylmingu og ákvæði 264. gr. sömu laga um peningaþvætti eru borin saman virðist harla lítill munur á þeim. Vegna hinna miklu líkinda ákvæðanna hefur oft á tíðum komið upp vafi um hvort ákvæðið heimfæra skuli brot til. Hylmingarákvæði hefur verið að finn...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sæunn Magnúsdóttir 1987-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/13881
Description
Summary:Þegar ákvæði 254. gr. almennra hegningarlaga um hylmingu og ákvæði 264. gr. sömu laga um peningaþvætti eru borin saman virðist harla lítill munur á þeim. Vegna hinna miklu líkinda ákvæðanna hefur oft á tíðum komið upp vafi um hvort ákvæðið heimfæra skuli brot til. Hylmingarákvæði hefur verið að finna í almennum hegningarlögum allt frá setningu þeirra árið 1940 en peningaþvættisákvæði almennra hegningarlaga kom ekki til sögunnar fyrr en árið 1993. Peningaþvættisákvæðið frá 1993 var mjög sértækt og leiddi því ekki til skörunar við hylmingarákvæði laganna. Á þeim tæplega tuttugu árum sem peningaþvættisákvæði hefur verið að finna í almennum hegningarlögum hefur það sætt miklum breytingum sem smám saman hafa leitt til mikillar skörunar við hylmingarákvæði laganna. Þrátt fyrir hin miklu líkindi ákvæðanna er refsirammi þeirra þó ekki sá sami. Í ritgerð þessari verður leitast við að fjalla um einkenni hvors ákvæðis um sig, saga þeirra í íslenskum rétti rakin og dómaframkvæmd skoðuð. Einnig verður fjallað um hvernig tekið er á sambærilegum brotum á Norðurlöndunum allt í þeim tilgangi að komast að niðurstöðu um hvort beggja ákvæðanna sé þörf. Eftir ítarlega umfjöllun um hvort ákvæði um sig var niðurstaðan sú að hylmingarákvæði 254. gr. laganna sé sérákvæði sem beita eigi þegar við á. Gildir sú regla þrátt fyrir að sönnunarbyrði sé þyngri vegna hylmingarbrota, þar sem ásetningur er forsenda þeirra, og þrátt fyrir að refsiheimildir vegna hylmingarbrota séu vægari en vegna peningaþvættisbrota. Þar sem peningaþvættisákvæðið hefur þróast eins mikið og raun ber vitni og gildissvið þess orðið slíkt að það nær ekki aðeins yfir alla þá háttsemi sem hylmingarákvæðið tekur til, heldur einnig til annarra brota á almennum hegningarlögum og öðrum sérlögum, svo ekki sé minnst á sjálfþvættisákvæðið sem teygir gildissviðið enn lengra, er að endingu lagt til að löggjafinn endurskoði þá framkvæmd sem er viðhöfð í dag. The resemblance between article 254 and article 264 of the Icelandic criminal law leads to deliberations on wether they ...