Vörumerkjastjórnun - Sælkerafiskur

Verkefnið er lokað til 1.1.2060 Verkefnið fjallar um vörumerkjastjórnun og vörumerkið Sælkerafiskur. Sælkerafiskur er einkaleyfisvarið vörumerki í eigu heildsölunnar Sælkerinn ehf. og kom fyrst á markað í verslunum Hagkaupa árið 2009. Undir merkjum Sælkerafisks er seldur frosinn skelfiskur, túnfisku...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Árni Arnórsson 1985-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/13871
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 1.1.2060 Verkefnið fjallar um vörumerkjastjórnun og vörumerkið Sælkerafiskur. Sælkerafiskur er einkaleyfisvarið vörumerki í eigu heildsölunnar Sælkerinn ehf. og kom fyrst á markað í verslunum Hagkaupa árið 2009. Undir merkjum Sælkerafisks er seldur frosinn skelfiskur, túnfiskur og smokkfiskur í matvöruverslunum. Á þeim tíma sem vörumerkið hefur verið á markaði hefur vöruúrval aukist, sölustöðum fjölgað og samkeppni aukist. Í verkefninu er uppbygging vörumerkisins skoðuð og aðferðir við stjórnun þess. Unnið er út frá aðferðafræði stefnumiðaðrar vörumerkjastjórnunar og CBBE líkaninu (e. customer-based brand equity model). Líkanið nær yfir uppbyggingu, stjórnun og mælingu vörumerkjavirðis. Vörumerkjaeinkenni (e. brand elements) vörumerkisins, nafn, merki og slagorð eru tekin til athugunar út frá fræðunum. Áhersla er lögð á mikilvægi markaðsáætlana og samhæfingar markaðsaðgerða. Könnun var gerð á meðal nemenda Háskólans á Akureyri til að kanna hvort þeir hafi þekkingu á vörumerkinu og hvaða þættir skipta þá mestu máli við val á frosnum skelfiski. Einnig var kannað hvort þeir þátttakendur sem oftast versla í verslunum Bónus þekki vörumerkið. Að lokinni greiningu á vörumerkinu og niðurstöðum könnunarinnar eru settar fram tillögur að uppbyggingu vörumerkisins og til að auka vörumerkjaþekkingu og vörumerkjavirði Sælkerafisks. Lykilorð: Vörumerkjastjórnun, vörumerkjavirði, CBBE líkanið, vörumerkjaeinkenni og Sælkerafiskur.