Heimahlynning á Íslandi : skilar hún þjóðhagslegum sparnaði og aukinni þjónustu til einstaklinga?

Í þessu verkefni er farið í það að greina kostnað og þjónustu heimahlynningar annarsvegar og sjúkrahúsa hins vegar. Til gangur þessa samanburðar er að vonast eftir því að sjá þjóðhagslegan sparnað í framtíðinni án þess að skerða þjónustu. Skoðaður er kostnaður og þjónusta hjá Heimahlynningu á Akurey...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Grétar Jónsson
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2005
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/1387
Description
Summary:Í þessu verkefni er farið í það að greina kostnað og þjónustu heimahlynningar annarsvegar og sjúkrahúsa hins vegar. Til gangur þessa samanburðar er að vonast eftir því að sjá þjóðhagslegan sparnað í framtíðinni án þess að skerða þjónustu. Skoðaður er kostnaður og þjónusta hjá Heimahlynningu á Akureyri, hjá Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og Landsspítala Háskólasjúkrahúsi. Fyrst er aðferðafræði sem tengist kostnaði og þjónustu skoðuð. Því næst er fjallað um starfsemi heimahlynningar, krabbamein og sjúkrahúsin. Skygnst er aðeins inn í framtíðina þar sem meðal annars kemur fram að aukning á krabbameinssjúklingum á eftir að vaxa úr 8000 í 20000 til ársins 2020. Skoðuð er bandarísk könnun, en niðurstöður hennar sýna að heimahlynning er ódýrari kostur og einnig að þeir sem velja heimahlynningu lifa að meðaltali 35 dögum lengur en þeir sem dvelja á sjúkrahúsum. Borin er saman þjónusta heimahlynningar og sjúkrahúsanna en þar er um að ræða mismunandi þjónustu og er ekki hægt að segja að önnur sé verri heldur en hin. Útreikningar á kostnaði sýna að kostnaður heimahlynningar er aðeins einn þriðji af kostnaði sjúkrahúsanna. Því er hægt að segja að þarna sé hægt að ná fram þjóðhagslegum sparnaði án þess að skerða þjónustu. Lykilorð:  Krabbamein  Heimahlynning  Sjúkrahúsin  Þjónusta  Kostnaður