Skipun ráðsmanns skv. IV. kafla lögræðislaga nr. 71/1997

Markmið þessarar ritgerðar er að kanna nýtingu á ráðsmannsúrræðinu sem var lögfest hér á landi árið 1998 með gildistöku lögræðislaga nr. 71/1997. Einkum verður horft til þess hvað einkennir þann þjóðfélagshóp sem úrræðið þjónar, hvaða eignir ráðsmanni eru faldar til umsjónar og hverjir eru skipaðir...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ásrún Harðardóttir 1983-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/13865
Description
Summary:Markmið þessarar ritgerðar er að kanna nýtingu á ráðsmannsúrræðinu sem var lögfest hér á landi árið 1998 með gildistöku lögræðislaga nr. 71/1997. Einkum verður horft til þess hvað einkennir þann þjóðfélagshóp sem úrræðið þjónar, hvaða eignir ráðsmanni eru faldar til umsjónar og hverjir eru skipaðir til að gegna störfum ráðsmanns. Ennfremur verður gerð grein fyrir uppbyggingu úrræðisins í þremur af Norðurlöndunum fimm; Danmörku, Svíþjóð og Noregi, með það fyrir augum að kanna hvort hlutverk, tilgangur og uppbygging hins íslenska úrræðis eigi sér þar hliðstæðu. Loks er leitast við að svara því hvort ráðsmannsúrræðið hafi skilað tilætluðum árangri og hvort víkka megi heimild úrræðisins til þess að fleiri eigi þess kost að nýta sér það. Til að varpa ljósi á nýtingu ráðsmannsúrræðisins var gerð úttekt á málum um skipun ráðsmanns hjá þremur stærstu sýslumannsembættum landsins, auk þess sem íslensk lögskýringargögn og önnur opinber gögn og skýrslur voru höfð til hliðsjónar. Þá var löggjöf Norðurlandanna könnuð til samanburðar, auk þess sem horft var til skrifa norrænna fræðimanna. Loks var framkvæmd eigindleg rannsókn í formi viðtals við deildarstjóra sifja- og skiptadeildar sýslumannsins í Reykjavík. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru að einstaklingar, jafnt konur sem karlar, á miðjum aldri eða eldri nýta sér ráðsmannsúrræðið. Annar hver einstaklingur sem nýtir sér úrræðið þjáist af geð- og atferlisröskun, auk þess sem nokkuð er um að ráðsmaður sé skipaður þegar einstaklingur, sem ekki gengur heill til skógar, fær óheftan aðgang að erfðafé. Þegar litið er til þess hverjir veljast til starfa sem ráðsmenn lítur út fyrir að það séu yfirleitt karlmenn sem tengjast skjólstæðingi sínum fjölskylduböndum. Á heildina litið svipar skipulagi hins íslenska ráðsmannsúrræðis um margt til þeirra úrræða sem við lýði eru í nágrannalöndum okkar, þó það eigi sér ekki beina hliðstæðu. Má segja að grundvallarmunurinn felist í að umsóknarferlið er nokkuð ólíkt því sem gerist hér á landi, auk þess sem vægari skilyrði eru sett fyrir ...