Meðalkostnaður íslenskra sveitarfélaga : fjöldi íbúa og sameining sveitarfélaga

Ritrýnd grein Í rannsókn þessari var breytileiki á meðalkostnaði í rekstri sveitarfélaga á Íslandi til skoðunar í þeim tilgangi að varpa ljósi á hvort meðalkostnaður sveitarfélaga geti lækkað við sameiningu þeirra. Ef stærðarhagkvæmni er í rekstri sveitarfélaga er mögulegt að þetta gerist. Sýnt hefu...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Vífill Karlsson 1965-, Elías Árni Jónsson 1976-
Other Authors: Háskólinn á Bifröst
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/13782
Description
Summary:Ritrýnd grein Í rannsókn þessari var breytileiki á meðalkostnaði í rekstri sveitarfélaga á Íslandi til skoðunar í þeim tilgangi að varpa ljósi á hvort meðalkostnaður sveitarfélaga geti lækkað við sameiningu þeirra. Ef stærðarhagkvæmni er í rekstri sveitarfélaga er mögulegt að þetta gerist. Sýnt hefur verið fram á í ýmsum erlendum rannsóknum að stærðarhagkvæmni er til staðar í rekstri sveitarfélaga. Hér verður kannað hvort fjölmennari sveitarfélög hafi lægri meðalkostnað en þau fámennari og skoðað hvort sameining sé líkleg til að skila hagræðingu. Horft verður til ellefu mismunandi málaflokka sveitarfélaga. Notuð voru gögn allra sveitarfélaga (79) á Íslandi fyrir árið 2006 yfir nokkra lykilþætti. Kannað var sérstaklega hvort víðfeðmi sveitarfélags, fjöldi þéttbýla og fjarlægð frá höfuðborginni hefðu marktæk áhrif á meðalkostnað viðkomandi málaflokka. Aðferð minnstu fervika var beitt. Niðurstaðan var sú að meðalkostnaður fjölmennari sveitarfélaga er lægri en þeirra fámennari í fáeinum málaflokkum og hagræðing gæti því náðst við sameiningu. Veikleikar voru í niðurstöðunum, þó síst hvað varðar yfirstjórn í rekstri sveitarfélaga. This study investigates how the per capita costs for municipalities in Iceland vary in order to be able to suggest whether overall costs will decrease when municipalities merge. Such a decrease is a possibility if municipal operations are subject to economies of scale. Various studies have shown that this is the case, at least in other countries. We ask whether municipalities with a larger population operate more cost-efficiently and thus whether mergers might be likely to result in reduced municipal expenses. Eleven different categories of municipal expenses were examined. The data used was for all 79 Icelandic municipalities in the year 2006. In particular, we looked to see whether the land area of a municipality, the number of settlements with in it, and the municipality’s distance from Reykjavík (the capital of Iceland) had a significant influence on the per capita expense in each ...