Staðgöngumæðrun á Íslandi: Opinber umræða, lagasmíð og ólík sjónarmið

Staðgöngumæðrun, að kona gangi með barn fyrir aðra, er ólögleg og umdeild á Íslandi. Árið 2010 var lögð fram þingsályktunartillaga um að heimila staðgöngumæðrun og í janúar 2013 var stofnaður vinnuhópur sem á að smíða lagafrumvarp. Markmið þessarar rannsóknar er að skrá sögu málsins, kortleggja umræ...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Helga Finnsdóttir 1985-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/13770
Description
Summary:Staðgöngumæðrun, að kona gangi með barn fyrir aðra, er ólögleg og umdeild á Íslandi. Árið 2010 var lögð fram þingsályktunartillaga um að heimila staðgöngumæðrun og í janúar 2013 var stofnaður vinnuhópur sem á að smíða lagafrumvarp. Markmið þessarar rannsóknar er að skrá sögu málsins, kortleggja umræðuna og þátttakendur, safna saman grunnupplýsingum um stöðuna á Íslandi og draga þannig fram heildarmynd málsins. Rannsóknin er eigindleg, framkvæmd á tímabilinu 2010-2012 með heimildavinnu, viðtölum og þátttökuathugun. Fylgst var með umræðu á opinberum vettvangi. Þeir sem eru jákvæðir til staðgöngumæðrunar vilja heimila hana á grundvelli þess að framkvæmdin sé læknisfræðileg aðstoð við ófrjósemi. Það eru t.d. félagar Staðgöngu, læknar og þingmenn. Efasemdamenn hafa áhyggjur af mannréttindum staðgöngumæðra og barnsins. Siðfræðingar, lögfræðingar og kirkjan eru áberandi í þeim hópi sem og femínistar og fleiri sem eru alfarið á móti lögleiðingu. Þeir óttast að mannhelgi kvenna og réttindi muni skerðast verulega og konur verði notaðar sem tæki fyrir aðra. Þá telja femínistar að lögleiðing muni hafa í för með sér óeðlilegan þrýsting á konur til að gerast staðgöngumæður. Mörgum spurningum og álitamálum er ósvarað, t.d. varðandi líðan og réttindi barnsins, sálarlíf kvenna sem gerast staðgöngumæður og hvernig er hægt að tryggja farsæla aðkomu allra að málinu. Ljóst er að frekari rannsókna er þörf. Surrogacy, when a woman carries a baby for someone else, is illegal and debated in Iceland. In 2010 a Parliament proposal to legalise it was revealed and in january 2013 a group was formed to draft a bill. The research goal is to list the history of the subject, map out the discussion and participants, gather basic knowledge of the matter in Iceland and by these means draw out the big picture. It is a qualitative ethnographic research conducted from 2010 to 2012 with both reading of other studies and taking interviews and participating in open meetings on the matter.Main opinions in the Icelandic discussion are; positive, those ...