Nýting vindorku á Íslandi: Fjárhagsleg greining

Ísland býr yfir miklum endurnýjanlegum orkuauðlindum og ein þeirra er vindorkan. Vindorkan hefur ekki verið nýtt í miklum mæli hér á landi og því er hér athugað hvort það sé raunhæfur möguleiki að virkja vindorkuna. Farið er í fræðilega umfjöllun um vindorku og tekin er staðan á þróun hennar í heimi...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Daníel Þór Gerena 1986-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/13714
Description
Summary:Ísland býr yfir miklum endurnýjanlegum orkuauðlindum og ein þeirra er vindorkan. Vindorkan hefur ekki verið nýtt í miklum mæli hér á landi og því er hér athugað hvort það sé raunhæfur möguleiki að virkja vindorkuna. Farið er í fræðilega umfjöllun um vindorku og tekin er staðan á þróun hennar í heiminum síðastliðin ár. Rýnt er í ýmsar tölur og komist að því hvað gerir vindorkuna sérstæða miðað við aðra orkukosti. Umfjöllun mín sýnir að það er tæknilega framkvæmanlegt að nýta vindorkuna hér á landi en þá vaknar spurningin hvort sú framkvæmd muni skila arði. Því er búið til dæmi þar sem vindorkuver er reist og gerð fjárhagsleg greining. Sú greining sýnir að virkjun vindorku er arðvænleg innan örfárra ára. Skoðað er hvort 99 MW vindorkuver muni skila fjárhagslegum ágóða. Miðað við þá stærð af vindorkuveri er niðurstaðan sú að ávöxtun heildarfjár er 10,43% og ávöxtun eigin fjár er 16,29%. Skoðaðar eru þær breytur sem helst hafa áhrif á niðurstöðu núvirðis af verkefninu. Þar sést að breyturnar geta breyst mikið þar sem líftími vindmylla er 25 ár sem reynist vera langur tími fyrir fjárhagslega greiningu og erfitt er að spá um hvernig aðstæður verða á markaði. Margt getur því breyst á þeim tíma sem hefur áhrif á núvirði verkefnisins en áhrif breytanna á núvirðið geta verið bæði neikvæð og jákvæð. Breyturnar eru greindar og athugað hvaða breytur þarf að þekkja vel þegar farið er í fjárfestingu í þessum geira.