„Við hugsum kannski meira um námið sem leikurinn felur í sér“ : starfendarannsókn um tengsl leiks og læsis í leikskóla

Í greininni er fjallað um starfendarannsókn sem fram fór í einum leikskóla á höfuðborgarsvæðinu. Tveir kennarar tóku þátt í rannsókninni í samstarfi við rannsakendur við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Markmiðið var að þróa vinnu með tengsl leiks og læsis og fylgjast með hvernig hugmyndir um teng...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Jóhanna Einarsdóttir 1952-, Anna Magnea Hreinsdóttir 1958-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2011
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/13610
Description
Summary:Í greininni er fjallað um starfendarannsókn sem fram fór í einum leikskóla á höfuðborgarsvæðinu. Tveir kennarar tóku þátt í rannsókninni í samstarfi við rannsakendur við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Markmiðið var að þróa vinnu með tengsl leiks og læsis og fylgjast með hvernig hugmyndir um tengsl leiks og náms þróuðust hjá kennurunum meðan á starfendarannsókninni stóð. Þróun hugmynda og starfsaðferða kennaranna var skráð með fjölbreyttum aðferðum: myndböndum, ljósmyndum, athugunum, viðtölum, fundargerðum, og í dagbækur. Niðurstöður benda til þess að þátttaka í starfendarannsókninni hafi haft áhrif á starfsaðferðir og hugmyndir kennaranna. Þeir urðu meðvitaðri um gildi leiks fyrir nám barna og hvernig leikir gátu skapað aðstæður og stutt við nám barnanna. Kennararnir breyttu aftur á móti ekki eða slepptu tökum á þeim leiðum sem þeir höfðu áður tileinkað sér við þjálfun læsis í skipulögðum stundum. The article describes a collaborative action research project conducted in one preschool in the Reykjavik metropolitan area. The participants were two teachers who collaborated with researchers at the University of Iceland. The aim of the study was to develop a pedagogy where play and literacy were integrated and observe how the teachers’ ideas about the integration of play and learning developed during the action research period. The changes were documented throughout the study period with various methods such as videos, photos, interviews, observations, notes from meetings, documents and diaries. The findings indicate that participation in the action research influenced the teachers’ practices and ideas. They became more aware of the value of play for children‘s learning and of ways in which they could create conditions and support children‘s learning through play. They did not, however, change or let go of the former practices in which they worked on literacy during specific well-defined periods.