Um tjáningarfrelsi og meiðyrði: Mál Bjarkar Eiðsdóttur og Erlu Hlynsdóttur gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu

Í öllum meiðyrðamálum er það viðfangsefni dómstóla hversu langt menn mega ganga í tjáningu sinni án þess að þeir verði beittir þeim viðurlögum sem kveðið er á um hverju sinni. Þar með þurfa dómstólar að skera úr um það hvort beiting refsiákvæðis til verndar æru og mannorði gengur of langt til skerði...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Vilhjálmur Þór Svansson 1986-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/13595
Description
Summary:Í öllum meiðyrðamálum er það viðfangsefni dómstóla hversu langt menn mega ganga í tjáningu sinni án þess að þeir verði beittir þeim viðurlögum sem kveðið er á um hverju sinni. Þar með þurfa dómstólar að skera úr um það hvort beiting refsiákvæðis til verndar æru og mannorði gengur of langt til skerðingar á tjáningarfrelsi einstaklings og ræðst þá niðurstaðan af hagsmunamati dómstóla um það hvort vegur þyngra, réttindi þeirra sem ærumeiðingin beinist að, eða réttindi manna til að tjá sig. Í greinargerð með frumvarpi að stjórnskipunarlögum nr. 97/1995 um breyting á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands kom fram að tjáningarfrelsið væri meðal vandmeðförnustu mannréttinda sem ekki væri hægt að njóta, án ábyrgðar og væri því nauðsynlegt að setja þessu frelsi ýmsar skorður vegna tillits til hagsmuna annarra einstaklinga. Þeir hagsmunir annarra einstaklinga sem hér er vikið að eru rétturinn til æruverndar og friðhelgi einkalífs sem nýtur verndar samkvæmt 71. gr. stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 og 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Þegar skarast hagsmunir af því að njóta tjáningarfrelsis og hagsmunir af því að njóta friðhelgi einkalífs, verður meðal annars litið til þess hvort hið birta efni geti talist þáttur í almennri þjóðfélagsumræðu og átt þannig erindi til almennings. Er um að ræða tvo andstæða póla þar sem stöðug spenna og togstreita er á milli og sýna dæmin að sífellt verða árekstar á milli þessara mikilvægu verndarsviða. Leikast því hér á tveir þættir mannverndar þar sem mörkin á milli þessara tveggja sviða eru ekki fyrirfram gefin hverju sinni, heldur háð margvíslegu mati á viðeigandi lagareglum. Mál Bjarkar Eiðsdóttur og Erlu Hlynsdóttur gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu eru gott dæmi um þessa spennu og togstreitu en í málunum reyndi á álitamál er snertu bæði friðhelgi einstaklingsins og mikilvægi réttarins til frjálsrar tjáningar, en hinn 10. júlí sl. kvað dómstóllinn upp dóma í málum tveggja íslenskra blaðamanna þar sem talið var að Ísland hefði brotið gegn 10. gr. MSE. Í báðum ...