Áætlanagerð : veitingastaðurinn Viðeyjarstofa

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri frá og með maí 2009 Markmiðið með þessu verkefni er að gera rekstraráætlun fyrir veitingastaðinn Viðeyjarstofa í Viðey. Rekstraraðilar Viðeyjarstofu er fyrirtækið Goða-Torg ehf. sem jafnframt er með rekstu á Viðeyjarnausti sem er grillsk...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Brynja Guðjónsdóttir
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2004
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/1351
Description
Summary:Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri frá og með maí 2009 Markmiðið með þessu verkefni er að gera rekstraráætlun fyrir veitingastaðinn Viðeyjarstofa í Viðey. Rekstraraðilar Viðeyjarstofu er fyrirtækið Goða-Torg ehf. sem jafnframt er með rekstu á Viðeyjarnausti sem er grillskáli og skólahúsi sem var notað sem slíkt þegar byggð var í Viðey á 19. öld. Eigendur Viðeyjarstofu er Reykjavíkurborg en árið 1988 var miklum endurbótum lokið á kirkjunni og Viðeyjarstofu og fékk húsið nýtt hlutverk sem veitingastaður. Viðeyjarstofa býr að viðburðaríkri sögu og menningu en þar bjó margur merkur athafnamaðurinn öldum áður. Þær aðgerðir sem þurfti að fara í gegnum til að ná markmiðinu voru ýmis konar. Til að byrja með var farið í að skoða virðiskeðjuna m.t.t. þess að auka virði hennar með áætlanagerð. Skoðuð voru einkenni þjónustufyrirtækja í samanburði við framleiðslufyrirtæki til að átt sig betur á muninum á starfsemi fyrirtækja sem bjóða uppá þjónustu sem afurð. Skipulag og samskipti Viðeyjarstofu voru skoðuð og sett í samhengi við viðskiptavini, starfsmenn og hið opinbera. Til að undirbúa áætlunagerðina enn betur var farið í stefnumótunarvinnu með SVÓT greiningu þar sem farið var í gegnum styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri Viðeyjarstofu. Eftir að grunnvinnunni lauk lá fyrir betri þekking á rekstarumhverfi Viðeyjarstofu og í framhaldi að því var gerð kostnaðargreining fyrir árið 2003 sem sýndi hallarekstur það árið. Markmiðið var að snúa þeirri stöðu við og skila hagnaði árið 2004. Rekstraráætlun fyrir árið 2004 var útbúin, sem var tilgangurinn með þeirri undirbúningsvinnu sem áður hafði farið fram. Niðurstaðan varð sú, að hægt er að skila hagnaði af rekstrinum með ýmsum aðgerðum, aðhaldi og eftirliti. Lykilorð • Viðeyjarstofa • Veitingastaður • Viðeyjarferja • Viðey • Áætlanagerð