Úr sveitabæ í sveitaborg : hugmyndir Reykvíkinga um hlutverk heimilisins og einkarými innan borgarinnar

Ritgerð til M.A. prófs í menningarfræði við Háskóla Íslands og Háskólann á Bifröst Megin viðfangsefni þessarar ritgerðar er Reykjavíkurborg. Hún hefur oft legið undir ámæli fyrir að vera strjálbýl borg, dreifð og gisin. Það er ekki að ósekju enda tekur borgin gríðarlega mikið pláss miðað við hversu...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Kristín Una Sigurðardóttir 1987-
Other Authors: Háskólinn á Bifröst, Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/13490
Description
Summary:Ritgerð til M.A. prófs í menningarfræði við Háskóla Íslands og Háskólann á Bifröst Megin viðfangsefni þessarar ritgerðar er Reykjavíkurborg. Hún hefur oft legið undir ámæli fyrir að vera strjálbýl borg, dreifð og gisin. Það er ekki að ósekju enda tekur borgin gríðarlega mikið pláss miðað við hversu fámenn hún er. Vaxandi einstaklingshyggju og sveitamannaarfleifð ber oft á góma þegar útþensla Reykjavíkur er til umræðu hjá leikum sem lærðum, og vöktu þær tengingar áhuga höfundar. Upphaflega var lagt upp með að kanna þróun einkarýmis í borginni og hugsanleg áhrif þess á borgarþróun. Sú vinna leiddi til athugunar á þróun skipulags og híbýlahátta í Reykjavík allt frá upphafi 20. aldar. Markmið þeirrar skoðunar var að kanna þær ástæður sem liggja að baki útþenslu borgarinnar; hvort einstaklingshyggja og dreifbýlisuppruni Íslendinga hafi haft eitthvað með þá þróun að gera. Þannig verður hér stiklað á stóru í sögu borgarþróunar Reykjavíkur og þeir þættir dregnir fram sem höfundi virðast hafa haft mikilvæg áhrif á þróun skipulags og húsnæðismála borgarinnar. Leitast verður við að draga upp mynd af vaxtarferlinu frá bæ í borg og kannað hvernig Reykvíkingar hafa aðlagast nýjum aðstæðum, hvernig þeir hafa lært að byggja og búa í borg. Sem grundvöll fyrir umfjöllun um Reykjavík er borgin sem fyrirbæri skoðuð, uppruni borga og ýmsar kenningar sem fjalla um líf í þeim. Þá er fjallað um rými borga, frá líkama mannsins til heimilisins og loks almenningsrýmis. Landamæri þessara rýma og samspil á milli þeirra eru skoðuð, auk áhrifa alls þessa á líf manna í borgum og borgarlíf. Í lokin birtast hugleiðingar höfundar um Reykjavík, fortíð hennar og framtíð, og ályktanir eru dregnar af söguskoðuninni.