Sýndu mér og ég skil : áhrif myndbandssýnikennslu á leik og félagsleg samskipti barna með einhverfu

Könnuð voru áhrif myndbandssýnikennslu með iPod touch® á félagsleg samskipti fjögurra barna með einhverfu. Einhverfa er röskun á taugaþroska sem birtist meðal annars í skertri færni til félagslegra samskipta. Í myndbandssýnikennslu eru einstaklingi sýnd myndskeið þar sem svokölluð „fyrirmynd“ sýnir...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Þórhalla Guðmundsdóttir 1961-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/13465
Description
Summary:Könnuð voru áhrif myndbandssýnikennslu með iPod touch® á félagsleg samskipti fjögurra barna með einhverfu. Einhverfa er röskun á taugaþroska sem birtist meðal annars í skertri færni til félagslegra samskipta. Í myndbandssýnikennslu eru einstaklingi sýnd myndskeið þar sem svokölluð „fyrirmynd“ sýnir tiltekna hegðun sem markmiðið er að kenna. Síðan er einstaklingnum gefin tækifæri til að æfa þá hegðun. Þátttakendur í rannsókninni voru þrír drengir og ein stúlka á aldrinum fjögurra til fimm ára sem voru í fjórum leikskólum í Reykjavík. Þátttakendum var sýnt einnar mínútu langt myndband með iPod touch® þar sem tveir leikfélagar í sama leikskóla voru að leik þegar fyrirmyndin kom inn í leikaðstæður og sýndi frumkvæði að þátttöku í leik. Í kjölfarið var þátttakendum beint inn í sömu aðstæður og myndböndin sýndu. Mældar voru fjórar fylgibreytur: töf að frumkvæði til félagslegra samskipta, tími í gagnkvæmum leik ásamt tíðni orða og leikhljóða í fimm mínútna athugunartíma. Einstaklingsrannsóknarsnið með margföldum grunnlínum (single-subject-multiple baseline design) milli þátttakenda var notað til að meta áhrif myndbandssýnikennslu á fylgibreyturnar fjórar. Árangur var metinn með sjónrænni greiningu gagna þar sem bornar voru saman mælingar fylgibreyta á grunnlínuskeiði (A), íhlutunarskeiði (B) og við athugun á alhæfingu og viðhaldi færni sex til sjö vikum eftir að íhlutunarskeiði lauk. Niðurstöður sýndu að við myndbandssýnikennsluna styttist töf þátttakenda að frumkvæði að félagslegum samskiptum (að meðaltali úr 138 sekúndum í 27 sekúndur), tími þeirra í gagnkvæmum leik við jafnaldra jókst (að meðaltali úr 100 sekúndum í 235 sekúndur), tíðni orða jókst (að meðaltali úr 8 orðum í 49 orð) sem og tíðni leikhljóða (að meðaltali úr 4 leikhljóðum í 15 leikhljóð). Einnig alhæfðist hin aukna færni yfir á leik með nýjum félögum, stærri hóp leikfélaga og yfir á almennar leikskólaaðstæður. Þessi aukna færni var enn til staðar sex til sjö vikum eftir að íhlutun lauk og fjórum vikum eftir mati á alhæfingu yfir á fleiri aðstæður. ...