„Að vanrækja móðurmálið. það er synd, sem hefnir sín“ : íslenskukennsla í barnaskólum 1880-1920

Verkefnið er heimildaritgerð um kennslu námsgreinarinnar íslensku í barnaskólum landsins kringum aldamótin 1900. Við upphaf tímabilsins sem ritgerðin fjallar um (1880) voru skólamál Íslendinga heldur fátækleg miðað við það sem þekkist í dag. Örfáir barnaskólar störfuðu á víð og dreif um landið, náms...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Helgi Már Þorsteinsson 1982-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/13431
Description
Summary:Verkefnið er heimildaritgerð um kennslu námsgreinarinnar íslensku í barnaskólum landsins kringum aldamótin 1900. Við upphaf tímabilsins sem ritgerðin fjallar um (1880) voru skólamál Íslendinga heldur fátækleg miðað við það sem þekkist í dag. Örfáir barnaskólar störfuðu á víð og dreif um landið, námsgreinar voru ómótaðar og stjórnvöld höfðu takmarkaðan áhuga á málum barnafræðslunnar. Fjörtíu árum síðar (1920) var staða barnaskólanna hins vegar orðin sterkari og íslenska stóð traustum fótum sem grunnnnámsgrein í öllum barnaskólum landsins. Ritgerðin skiptist í fjóra kafla. Í þeim fyrsta er farið yfir stöðu fræðslumála á Íslandi á síðari hluta 19. aldar og er sjónum aðallega beint að málum barnafræðslunnar. Fjallað er um fyrirkomulag barnafræðslunnar og um tilkomu íslensku sem skólanámsgreinar. Annar kafli fjallar um þær hugmyndir sem uppi voru um kennslu og kennslufræði á tímabilinu. Kaflinn segir frá fyrstu íslensku kennslufræðingunum og framlagi þeirra til íslenskra skólamála. Í þriðja kafla er farið yfir þær kennslubækur sem notaðar voru við íslenskukennslu í barnaskólum á árunum 1880-1920. Fjórði og síðasti kaflinn fjallar loks um kennsluna sjálfa sem fram fór í barnaskólunum. Farið er yfir hvernig helstu undirgreinar íslenskunnar (lestur, skrift, réttritun og málfræði) voru kenndar en auk þess er fjallað um stöðu barnaskólanna og sjálfstæði þeirra. Nefna má þrjú meginatriði sem helst koma fram í ritgerðinni. Það fyrsta er að staða íslensku sem námsgreinar styrktist á tímabilinu sem rannsakað var. Annað atriðið er hve nútímaleg skrif íslensku kennslufræðinganna voru en allir kölluðu þeir eftir því að íslenska yrði aðalnámsgrein barnaskólanna. Það þriðja er sú þróun sem átti sér stað í útgáfu kennslubóka í íslensku á tímabilinu en í upphafi þess voru aðallega gefin út stafrófskver en eftir því sem leið á urðu bækurnar fjölbreyttari og sérhæfðari. This is a source essay that focuses on the teaching of the Icelandic mothertongue in primary schools in Iceland at the turn of the 20th century. At the start of the ...