Listrænt frelsi á víðavangi: Alþjóðlegi höggmyndagarðurinn á Víðistaðatúni

Ritgerðin fjallar um Alþjóðlega höggmyndagarðinn á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Höggmyndagarðurinn var stofnaður í framhaldi af listahátíð, sem haldin var á árunum 1991 og 1993 í Hafnarfirði. Markmið þeirra sem komu að höggmyndagarðinum var að búa til sterkt kennileiti fyrir Hafnarfjörð og ferðamenn...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Eiríkur Viljar Hallgrímsson Kúld 1988-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/13406
Description
Summary:Ritgerðin fjallar um Alþjóðlega höggmyndagarðinn á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Höggmyndagarðurinn var stofnaður í framhaldi af listahátíð, sem haldin var á árunum 1991 og 1993 í Hafnarfirði. Markmið þeirra sem komu að höggmyndagarðinum var að búa til sterkt kennileiti fyrir Hafnarfjörð og ferðamennsku og skapa um leið vinalegan samverustað sem myndi færa listina nær almenningi. Rannsóknarspurningar ritgerðarinnar eru eftirfarandi: 1. Að skoða hvort þeim markmiðum sem lágu fyrir hafi verði náð, rúmlega tuttugu árum síðar. 2. Á listrænt frelsi eingöngu heima innan sýningarsala og listastofnanna eða nýtur list sín betur á víðavangi og án rýmistakmarkana? Ritgerðin hefst á umfjöllun um almannarými, list almannarýmis og hlutverks listar í almannarými. Því næst verður fjallað um Víðistaðatún og alþjóðlega höggmyndagarðinn, sem þar er að finna og skoðað hvaða möguleika staðsetning garðsins og aðstæður bjóða höggmyndagarðinum upp á og hvaða hlutverki hann þjónar í samfélaginu. Að lokum verða listaverkin í höggmyndagarðinum, sem eru sextán talsins, skoðuð og túlkuð gaumgæfilega hvert fyrir sig og sem ein heild. Niðurstöður ritgerðarinnar benda til þess að alþjóðlegi höggmyndagarðurinn á Víðistaðatúni sé orðinn ómetanlegur hluti af bæjar- og menningarlífi Hafnarfjarðar en garðurinn er mikið og stórt fjölskyldu- og útivistarsvæði með endalausum skoðunar- og leikmöguleikum. Listaverkin hafa mikið að segja hvað varðar heildarmynd Víðistaðatúns og það er kjörið tjáningarými útilistaverkanna, hvort það er útlitslega eða fræðilega séð. Niðurstöður benda einnig til þess að list nýtur sín betur á víðivangi og án rýmistakmarkana. Með list í almannarými er verið að minnka bilið milli almennings og opinberra stofnana, sem koma að listsýningum á einn eða annan hátt. Listrænt frelsi hefur það í för með að almenningur verður að beinum þátttakanda þar sem honum er boðið lýðræðislegur þátttökuréttur í umræddu rými.