Þjóðgarðar á Íslandi : gjaldtaka og stefna

Verkefnið er lokað til 1.5.2014. Á Íslandi eru þrír þjóðgarðar sem almenningi er frjálst að fara um til að njóta og fræðast. Í þessari rannsókn er litið til þess hvernig gjaldtöku er háttað í þjóðgörðum hér á landi og hver stefnan sé til framtíðar í þeim málum. Aflað var heimilda um þau fræðilegu hu...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ragnheiður Jóna Grétarsdóttir 1975-
Other Authors: Háskólinn á Hólum
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/13393
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 1.5.2014. Á Íslandi eru þrír þjóðgarðar sem almenningi er frjálst að fara um til að njóta og fræðast. Í þessari rannsókn er litið til þess hvernig gjaldtöku er háttað í þjóðgörðum hér á landi og hver stefnan sé til framtíðar í þeim málum. Aflað var heimilda um þau fræðilegu hugtök sem tengjast gjaldtöku, heimasíður þjóðgarðanna voru skoðaðar og farið yfir lög og reglur er varða gjaldtöku og stefnur. Sem dæmi um þjónustu sem tekið er gjald fyrir í þjóðgörðunum má nefna gistiaðstöðu og salernisnotkun en á Hakinu í Þingvallaþjóðgarðinum eru allir gestir látnir borga fyrir að nýta salernisaðstöðu. Önnur gjöld sem farið er að innheimta eru til dæmis gistináttaskattur, sem nú er lögbundinn, þar sem ferðaþjónustuaðilar og gistiaðilar eiga að borga 100 krónur af hverri gistináttaeiningu í sjóð til uppbyggingar á náttúruperlum, friðlýstum svæðum og þjóðgörðum. Aðalgjaldtökuhátturinn í þjóðgörðunum er innheimta gistináttagjalds, til dæmis á tjaldsvæðum, og einnig er innheimt salernis- og veiðigjald á Þingvöllum. Ofan á þetta bætist síðan gistináttaskatturinn. Stefnan er að áfram verði frjáls aðgangur að þjóðgörðunum á Íslandi. There are three national parks in Iceland and all are open for the public to enter for free, for enjoyment and learning purposes. This research looks at entrance fees in Iceland‘s national parks and what the future policies in that matter include. Sources were gathered about the academic concepts connected to entrance fees, the national park‘s websites were examined as well as laws and regulations connected to entrance fees and policy-making . As an example of a service for which guests are required to pay are accommodation and bathroom facilities, but in Hakið in Þingvellir National Park guests need to pay for using the bathroom. Other fees that are now charged for are the „Gistináttaskattur“, which is a tax now bound in law, where accommodation providers need to pay IKR 100 for every sold night. The money is then used for services in nature pearls, protected areas and ...