Fuglatengd ferðaþjónusta innan Kötlu jarðvangs : þarfir fuglaskoðara

Ferðaþjónusta er vaxandi atvinnugrein á Íslandi og hefur fjölgun erlendra ferðamanna sem hingað koma til lands farið stigvaxandi síðustu ár. Fuglatengd ferðaþjónusta er ein af hliðargreinum ferðaþjónustu og mætti flokka hana með heilsutengdri ferðaþjónustu og matartengdri ferðaþjónustu. Þessar grein...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Eiríkur Vilhelm Sigurðarson 1989-
Other Authors: Háskólinn á Hólum
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/13392
Description
Summary:Ferðaþjónusta er vaxandi atvinnugrein á Íslandi og hefur fjölgun erlendra ferðamanna sem hingað koma til lands farið stigvaxandi síðustu ár. Fuglatengd ferðaþjónusta er ein af hliðargreinum ferðaþjónustu og mætti flokka hana með heilsutengdri ferðaþjónustu og matartengdri ferðaþjónustu. Þessar greinar eiga það sameiginlegt að þjóna ákveðnum hóp af fólki eftir því hvar áhugasvið þeirra liggur. Í þessari ritgerð geri ég grein fyrir fjórum mismunandi hópum fuglaskoðara og set þarfir þeirra í samhengi við þarfapíramída Maslov. Jarðvangur er svæði sem inniheldur mikilvægar jarðfræðiminjar. Ég kanna hvaða fuglategundir er að finna innan Kötlu jarðvangs og hvaða fuglategundum erlendir ferðamenn eru að leita hérlendis. Innan Kötlu jarðvangs er að finna gott úrval af fuglafánu Íslands og án nokkurs vafa mjög áhugaverður staður heim að sækja fyrir erlenda fuglaskoðara sem koma til Íslands. Möguleikar fuglatengdrar ferðaþjónustu innan Kötlu jarðvangs eru miklir. Tourism is increasing in Iceland and the number of tourists coming to Iceland has been growing step by step during the last decade. Bird tourism is a niche form of tourism. Bird tourism can be categorized with health tourism and food tourism as a niche. These specialties have that in common that they all serve a specific target group. In this thesis I’ll separate bird tourists into four groups and analyze their needs in relation with Maslov‘s hierarchy of needs. Geopark is an area which is special for its high number of geological remnants. I‘ll find out what birds it is possible to see inside Katla geopark and what birds tourists are looking for when they visit Iceland. In Katla geopark it is possible to find a great variety of the avifauna of Iceland. It is therefore a very interesting place for birders to visit. The possibilities for bird tourism inside Katla geopark are great.