Akstur utan vega á Íslandi: Viðhorf og ástæður

Akstur utan vega hefur verið bannaður á Íslandi frá árinu 1971. Þrátt fyrir það hafa fáar rannsóknir verið gerðar á slíkum akstri hér á landi hvað varðar umfang, umhverfisáhrif, vöktun og viðhorf. Erlendar rannsóknir sýna fram á að umhverfisáhrif af slíkum akstri eru umtalsverð. Þess vegna er nauðsy...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Kristín Þóra Jökulsdóttir 1985-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/13310
Description
Summary:Akstur utan vega hefur verið bannaður á Íslandi frá árinu 1971. Þrátt fyrir það hafa fáar rannsóknir verið gerðar á slíkum akstri hér á landi hvað varðar umfang, umhverfisáhrif, vöktun og viðhorf. Erlendar rannsóknir sýna fram á að umhverfisáhrif af slíkum akstri eru umtalsverð. Þess vegna er nauðsynlegt að komast að því hvers vegna fólk ekur utan vega til þess að geta stemmt stigu við vandanum. Í þessari megindlegu rannsókn eru könnuð viðhorf Íslendinga til utanvegaaksturs og reynt að komast að því hvers vegna fólk ekur utan vega. Hannaður var spurningalisti með þessi markmið í huga og hann sendur til 1141 einstaklings sem voru valdir með handahófsúrtaki úr þjóðskrá. Til baka bárust 587 svör, eða 51,4% svörun. Niðurstöður sýna að viðhorf Íslendinga til aksturs utan vega eru yfirleitt fremur neikvæð. Þrátt fyrir það eru algengustu ástæður aksturs utan vega á Íslandi þær að fólki finnst það spennandi og gaman. Það er enn fremur eftirtektarvert að yfir 60% Íslendinga hefur séð einhvern aka utan vega, um helmingur þekkir einhvern sem það hefur gert og um þriðjungur segist hafa gert það sjálfur. Þessi rannsókn er fyrsta rannsókn sinnar tegundar á Íslandi þar sem á kerfisbundinn hátt er reynt að komast að ástæðum utanvegaaksturs og viðhorfum almennings til hans. Vonast er til að niðurstöður rannsóknarinnar geti nýst til stefnumörkunar á Íslandi í tengslum við akstur utan vega. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að mikilvægt er að fræða almenning um skaðsemi utanvegaaksturs og nauðsynlegt er að auka uppbyggingu á vegum landsins til þess að fækka þeim tilfellum þar sem utanvegaakstur er óviljaverk. Driving off established trails is an environmental problem that has little been studied in Iceland despite it having been forbidden since 1971. Studies in other countries show that the environmental effects of driving off established trails are considerable and lasting. In this study I explore the attitudes of Icelandic people towards driving off established trails and try to find out its underlying causes. A questionnaire ...