Tannlýsing samhliða krónu- og brúarsmíði

Lokaverkefni þetta er til B.S gráðu í tannsmíði, við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands haustið 2012. Rannsóknarefnið fellur undir fræðasvið tannsmíði: krónu- og brúargerð auk tannlýsingar. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna viðhorf til og þekkingu á tannlýsingu meðal þeirra einstaklinga s...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Soffía D. Halldórsdóttir 1969-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/13256
Description
Summary:Lokaverkefni þetta er til B.S gráðu í tannsmíði, við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands haustið 2012. Rannsóknarefnið fellur undir fræðasvið tannsmíði: krónu- og brúargerð auk tannlýsingar. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna viðhorf til og þekkingu á tannlýsingu meðal þeirra einstaklinga sem voru á leið í krónu- og brúarsmíði. Rannsóknin var megindleg og spurningalisti var sendur til nokkurra tannsmiðaverkstæða á höfuðborgarsvæðinu sem söfnuðu gögnum með því að leggja listann fyrir þá einstaklinga sem komu til litatöku vegna væntanlegrar smíði á krónu- eða brú. Þátttakendur svöruðu spurningum um hvort þeir þekktu tannlýsingu og hefðu nýtt sér þessháttar meðferð, hvort þeim hafi verið boðin slík meðferð áður en tannsmíðin hófst og að endingu var spurt um álit viðkomandi á öryggi tannlýsingameðferða. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að talsverð þekking var á tannlýsingu meðal þátttakenda og margir þeirra höfðu lýst tennur sínar. Engu að síður kom í ljós að lítil þekking var á öryggi tannlýsingar og má álykta að þátttakendur hafi í litlum mæli leitt hugann að gæðum og öryggi meðferðanna. Athygli vakti að þekking þátttakenda hafði að litlu leyti komið frá tannheilsuteymum heldur að mestu leyti frá vinum og kunningjum. Þessar niðurstöður benda til þess að bæta megi verulega upplýsingagjöf og ráðgjöf tannlækna til viðskiptavina sinna með tilliti til tannlýsingarmeðferða samhliða krónu- og brúarsmíði. Efnisorð: Tannsmíði, tannsmiðir, tannlýsing This thesis is a final project towards a B.Sc. degree in dental technology from the faculty of Odontology at the University of Iceland, in autumn 2012. The topic of the research falls under the realm of dental technology, in particular, crown and bridge construction together with dental bleaching. The aim of the research was to explore the attitude towards and knowledge on dental bleaching amongst participating individuals who all where |were having crowns or bridges made. The research was quantitative and a questionnaire was sent to several dental ...