Nærumhverfi geðdeilda - Gróður er nærandi

Þessi heimildaritgerð er lokaverkefni til B.S. prófs í umhverfisskipulagi frá Landbúnaðar-háskóla Íslands. Hún fjallar um umhverfi tveggja geðdeilda í Reykjavík en það eru Geðdeild Landspítalans við Hringbraut og Geðdeild Landspítalans á Kleppi. Ritgerðin fjallar um hvort og þá hvernig umhverfi skip...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Erla Þórðardóttir 1988-
Other Authors: Landbúnaðarháskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/13232
Description
Summary:Þessi heimildaritgerð er lokaverkefni til B.S. prófs í umhverfisskipulagi frá Landbúnaðar-háskóla Íslands. Hún fjallar um umhverfi tveggja geðdeilda í Reykjavík en það eru Geðdeild Landspítalans við Hringbraut og Geðdeild Landspítalans á Kleppi. Ritgerðin fjallar um hvort og þá hvernig umhverfi skiptir máli fyrir líðan manna og þá sérstaklega fyrir líðan og batahorfur geðsjúkra. Saga og aðstæður geðsjúkra í gegnum árin eru skoðaðar og eins er sjónum beint að tengslum manns og náttúru og hlutverki umhverfis í líðan og hugsanlega bættri heilsu manna. Erlendis, bæði austanhafs og vestan, hefur orðið mikil þróun eða vakning meðal landslagsarkitekta og umhverfisskipulagsfræðinga varðandi umhverfi sjúkrastofnanna og mikið lagt í rannsóknir hvað það varðar. Fjallað er um þá þætti í ritgerðinni, sagt frá hugmynd að heilsugarði í Hveragerði og frá umhverfi geðsjúkrahúss í Kanada og hvernig þeir nýta umhverfið sem meðferðarúrræði. Umhverfi tveggja geðdeilda í Reykjavík er tekið út og greint. Grunnniðurstaðan er að umhverfi hefur greinileg áhrif á líðan og heilsu manna til hins betra, og að umhverfi þessara tveggja geðdeilda geri lítið sem ekkert til að bæta heilsu og líðan þeirra sjúklinga sem þar dvelja.