Breytileiki í stami íslenskra barna á leikskólaaldri

Inngangur: Stam ungra barna er mjög breytilegt. Sama barnið getur stamað mjög mikið einn daginn en lítið þann næsta. Fræðimenn hafa velt fyrir sér ástæðum breytileika í stami án þess að finna einhlítar skýringar. Mikilvægt er að skoða nákvæmlega breytileika stamsins með það í huga að hann kynni að v...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Kirstín Lára Halldórsdóttir 1983-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/13226
Description
Summary:Inngangur: Stam ungra barna er mjög breytilegt. Sama barnið getur stamað mjög mikið einn daginn en lítið þann næsta. Fræðimenn hafa velt fyrir sér ástæðum breytileika í stami án þess að finna einhlítar skýringar. Mikilvægt er að skoða nákvæmlega breytileika stamsins með það í huga að hann kynni að varpa ljósi á eðli taltruflunarinnar. Einnig eru mælingar á þróun breytileika mikilvægar í greiningarvinnu svo hægt sé að taka ákvörðun um hvort þörf sé á meðferð og hvort búast megi við jákvæðum breytingum þegar hún hefst. Markmið: Skoðaður var breytileiki stams með því að halda breytum öðrum en tíma stöðugum. Með endurteknum mælingum á grunnskeiði var leitast eftir að skoða breytileika í stami þriggja leikskólabarna á rúmlega þriggja mánaða tímabili. Breytileiki var mældur með því að skoða breytingar í tíðni stamaðra atkvæða, hvernig hraði talsins breyttist og hvort breytingar áttu sér stað á tíu punkta alvarleikakvarða sem rannsakandi og foreldrar mátu á tímabilinu. Einnig var athugað hvort samræmi ríkti milli alvarleikamats sem rannsakandi gerði og þess mats sem foreldrar þátttakenda gerðu heimafyrir. Aðferð: Málsýni af frásögn og sjálfsprottnu tali þriggja barna á aldrinum 3;1-4;7 ára voru tekin upp á myndband. Tal hvers og eins var tekið upp átta sinnum á rúmlega þriggja mánaða tímabili og þannig var fylgst með öllum breytingum á talflæði þeirra. Aðstæður voru eins líkar og hægt var í hvert skipti. Sami viðmælandi hitti börnin, ræddi við þau á sama tíma dags, staðsetning viðtalsins var alltaf sú sama og verkefnin einnig. Niðurstöður: Í frásagnarhluta og sjálfsprottnu tali kom breytileiki fram í prósentu stamaðra atkvæða, í hraða tals og í alvarleikamati. Breytileikinn var þó mismikill eftir þátttakendum. Breytileiki kom oftast og mest fram í mælingum á prósentu stamaðra atkvæða en kom sjaldnast og minnst fram í alvarleikamati rannsakanda. Samræmi milli alvarleikamats rannsakenda og foreldra reyndist ekki mikið en aðstæður alvarleikamats þessara aðila voru ólíkar. Rannsakandi mat alvarleika eins og hann birtist í ...