Hver er mestur? : rannsókn á þjónandi forystu innan kvennakirkjunnar

Markmiðið með þessari rannsókn er að skoða þjónandi forystu innan kvennakirkjunnar sem er grasrótarhreyfing innan þjóðkirkjunnar. Leitað er svara við því hvernig þjónandi forysta birtist í stjórnunarháttum kvennakirkjunnar. Fræðilegur bakgrunnur hvílir á hugmyndafræði þjónandi forystu eins og hún bi...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ragnhildur Ásgeirsdóttir 1966-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/13192
Description
Summary:Markmiðið með þessari rannsókn er að skoða þjónandi forystu innan kvennakirkjunnar sem er grasrótarhreyfing innan þjóðkirkjunnar. Leitað er svara við því hvernig þjónandi forysta birtist í stjórnunarháttum kvennakirkjunnar. Fræðilegur bakgrunnur hvílir á hugmyndafræði þjónandi forystu eins og hún birtist hjá Robert K. Greenleaf sem er einn af brautryðjendum þeirrar hugmyndafræði. Þjónandi forysta leggur áherslu á þjónustu leiðtogans og hæfni hans til að virkja fólk til samstarfs með þjónustuna að leiðarljósi. Með hugtakinu þjónusta í þessu samhengi er átt við að leiðtogi tileinki sér m.a. virðingu, umhyggju, meti þarfir starfsfólks, leitist við að mæta því og hvetji það í starfi. Rannsóknin er eigindleg og byggist á túlkunarfræðilegri fyrirbæra-fræði. Tekið var viðtal við prest kvennakirkjunnar, tekin voru 60–100 mínútna einstaklingsviðtöl við fjórar konur, rætt einu sinni við fimm konur í rýnihópi og gerðar níu þátttökuathuganir. Niðurstöður benda til þess að einkenni þjónandi forystu komi greinilega fram í starfi og þjónustu kvennakirkjunnar. Þátttakendur töldu starfið einkennast af valddreifingu, jafnræði og samkennd. Ennfremur upplifðu þátttakendur að um markvissa styrkingu og eflingu væri að ræða meðal þátttakenda í kvennakirkjunni, að samskipti einkenndust af trausti og að mörkuð væri skýr stefna í málefnum kirkjunnar. Rannsóknin er sú eina á þessu sviði sem gerð hefur verið á starfi og þjónustu íslensku kvennakirkjunnar og ætti að geta nýst til að styrkja og meta faglegt starf hennar sem er í stöðugri þróun og endurmati. The study explores servant leadership within the Women’s Church, a grassroot movement within the National Church of Iceland, and how servant leadership is manifested in the structure and service of the church. The study draws on the theory of servant leadership put forward by Robert K. Greenleaf, a pioneering authority in the field. Servant leadership emphasises not only the service functions of a leader, but also his/her ability to mobilise others cooperatively for service. The concept ...