Skóli án aðgreiningar : viðhorf sérkennara í grunnskólum til stefnunnar skóli án aðgreiningar

Í lokaverkefni þessu er fjallað um menntastefnuna skóli án aðgreiningar og hvert viðhorf íslenskra sérkennara er gagnvart henni. Markmið verkefnisins var að kanna viðhorf sérkennara til stefnunnar, hvaða merkingu sérkenn-arar legðu í hugtakið skóli án aðgreiningar og hvort þeir teldu sig vinna eftir...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Rannveig Klara Matthíasdóttir 1974-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/13175
Description
Summary:Í lokaverkefni þessu er fjallað um menntastefnuna skóli án aðgreiningar og hvert viðhorf íslenskra sérkennara er gagnvart henni. Markmið verkefnisins var að kanna viðhorf sérkennara til stefnunnar, hvaða merkingu sérkenn-arar legðu í hugtakið skóli án aðgreiningar og hvort þeir teldu sig vinna eftir megin inntaki stefnunnar. Enn fremur var kannað hvort sérkennarar teldu samstarfsfólk sitt vinna í anda stefnunnar, hvort þeir teldu mikilvægt að vera jákvæður í garð hennar sem og hvort þeir teldu jákvæðni sérkennara skila sér í jákvæðu viðhorfi nemenda gagnvart þessari skólastefnu. Svör við þessum spurningum voru fengin með megindlegri rannsókn en spurningalisti var sendur til menntaðra sérkennara sem eru meðlimir í Félagi íslenskra sérkennara (FÍS) og starfa sem slíkir í grunnskólum. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að meirihluti sérkennara sé mjög jákvæður í garð stefnunnar skóli án aðgreiningar og að þeir telji samstarfsfólk sitt einnig vera jákvætt. Sérkennarar telja sig vinna í anda stefnunnar og leggja sitt af mörkum til að hún nái fram að ganga. Þeir telja einnig að samstarfsfólk þeirra leggi sitt af mörkum til að stefnan geti orðið að veruleika. Hins vegar kenna margir sérkennarar nemendum sínum í sérkennslustofum eða sérkennsluverum eingöngu en ekki í almennum kennslustofum. Sérkennarar sækja endurmenntunarnámskeið en sá hópur sérkennara sem sækja fjögur til sex námskeið á tveggja ára tímabili eru sérkennarar með diplómugráðu frá árinu 2001 eða síðar. Langflestir sérkennarar stunduðu vinnu samhliða námi og stærsti hlutinn vinnu sem tengdist kennslu. This M.Ed. disertation is submitted to The faculty of education studies, School of education at the University of Iceland. It explores special education teachers‘ perspectives towards inclusive education. The purpose of the study is to describe and discuss how Icelandic special teachers interpret the policy of inclusive education and whether they feel they work in practice in accordance with its main ideas. Further the study explores whether special ...