„Þetta er ekki bara hlýðni.“ Sjálfsímyndarsköpun múslímakvenna

Íslam eru ein umdeildustu trúarbrögð samtímans og því hefur meðal annars verið haldið fram að íslam og lýðræði séu ósamrýmanleg fyrirbæri. Þá hefur verið ýjað að því að múslímakonur víða um heiminn séu kúgaðar og þar sé trúnni fyrst og fremst um að kenna. Ritgerð þessi segir frá rannsókn minni á sjá...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Valdís Björt Guðmundsdóttir 1982-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/13073
Description
Summary:Íslam eru ein umdeildustu trúarbrögð samtímans og því hefur meðal annars verið haldið fram að íslam og lýðræði séu ósamrýmanleg fyrirbæri. Þá hefur verið ýjað að því að múslímakonur víða um heiminn séu kúgaðar og þar sé trúnni fyrst og fremst um að kenna. Ritgerð þessi segir frá rannsókn minni á sjálfsímyndarsköpun íslenskra múslímakvenna. Markmið mitt var að komast að því hvernig konur upplifa sig innan íslam, hvert þær sækja sína trúarlegu þekkingu og hvernig þeirra trúarlega sjálfsímynd er samsett. Rætt verður um tvær stefnur endurvakningar og endurbóta innan íslam og hugmyndir kvennanna staðsettar gagnvart femínískri guðfræði og íslömskum femínisma. Þá verður sjálfsímyndarköpun íslensku kvennanna sett í samhengi við búsetu þeirra í díaspóru þar sem íslam eru ekki ráðandi trúarbrögð á Íslandi, og áhrif þess á sjálfsímyndarsköpun þeirra skoðuð. Ég notaðist við eigindlega aðferðafræði og studdist mestmegnis við vettvangsathuganir og opin viðtöl. Viðmælendur mínir voru sjö konur af fimm mismunandi þjóðernum sem skilgreina sig sem múslíma auk þess sem ég sótti nokkra kvennafundi í Ármúlamoskuna. Niðurstöður rannsóknarinnar leiða í ljós þrjú meginþemu í sjálfsímyndarsköpun múslímakvenna hérlendis en þemun mótast fyrst og fremst af félagslegum raunveruleika kvennanna og baklandi þeirra. Þemun eru hlýðni/undirgefni, málamiðlun og eigin skynsemi. Lykilorð: mannfræði, íslam, femínismi, sjálfsímynd, díaspóra Islam is a highly controversial religion in the world of today. It has been stated, amongst other things, that Islam is incompatible with democracy. Others have made generalizations concerning the oppression of muslim women and put the blame on Islam. This dissertation is based on my research into the lives of muslim women residing in Iceland. The purpose of which is to explore the way these women experience Islam, where they get their religious knowlegde from and how their religious identity is formed and maintained. I introduce two major movements within the history of Islam; revival and reform and how these ...