Beðið eftir óveðri. Aðlögun að loftslagsbreytingum í Reykjavík, staða þekkingar og aðgerða

Loftslagsbreytingar eiga sér stað um allan heim, afleiðinga þeirra er nú þegar farið að gæta víðsvegar og er Ísland ekki undanskilið. Þessi ritgerð fjallar um aðlögun að afleiðingum loftslagsbreytinga í Reykjavík. Ritgerðin skiptist í þrjá meginhluta. Í fyrsta hluta er kynning á fræðilegum kenningum...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Margrét Helga Guðmundsdóttir 1984-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/13064
Description
Summary:Loftslagsbreytingar eiga sér stað um allan heim, afleiðinga þeirra er nú þegar farið að gæta víðsvegar og er Ísland ekki undanskilið. Þessi ritgerð fjallar um aðlögun að afleiðingum loftslagsbreytinga í Reykjavík. Ritgerðin skiptist í þrjá meginhluta. Í fyrsta hluta er kynning á fræðilegum kenningum sem stuðst er við í rannsókninni sem eru dagskrárkenningar bandaríska stjórnmálafræðingsins John W. Kingdon til þess að varpa ljósi á stöðu stefnumótunar. Í öðrum hluta er staða þekkingar og aðgerða skoðuð, farið er yfir spár um loftslagsbreytingar á Íslandi með áherslu á Reykjavík, skilgreiningu aðlögunar, hlutverk sveitarfélaga og aðlögunarstefnur Norðurlandanna skoðaðar. Í þeim hluta var gerð rannsókn samkvæmt eigindlegri aðferðafræði sem byggir á viðtölum við lykilþátttakendur innan stjórnsýslu Reykjavíkurborgar, þar sem að reynt var að komast að því hver staða þekkingar og aðgerða væri þegar kemur að aðlögun. Í þriðja hluta voru þessar niðurstöður nýttar til þess að varpa ljósi á stöðuna í dag með hjálp dagskrárkenninganna. Rannsóknin sýnir að aðlögun að loftslagsbreytingum sem viðfangsefni skipulagðrar stefnumótunar hefur ekki komist á dagskrá stjórnmálanna, hvorki hjá ríkisstjórn né í sveitarfélaginu Reykjavík. Svo virðist sem, flestir þeir þættir sem þurfa til að móta stefnu með skipulögðum hætti og koma henni áfram eru ekki til staðar. Þó vegur ef til vill þyngst að stóratburðir, svo sem náttúruhamfarir hafa ekki orðið til þess að koma aðlögun að loftslagsbreytingum á dagskrá stjórnvalda á Íslandi. Climate change is taking place all over the world, its effects are already being felt in many places and Iceland is not excluded. This thesis deals with adaptation to the effects of climate change in Reykjavík. The research is divided into three main sections. The first section is an introduction to the theories relied upon in the research, namely, agenda setting theories from the American political scientist John W. Kingdon, which shed light on the current status of policy making. The second section presents ...