Fleira er matur en feitt kjöt : rannsókn á gæðum matseðla þriggja leikskóla í Reykjavík og aðkomu barna að matmálstímum

Rannsóknir sem gerðar hafa verið á matarvenjum íslenskra leikskólabarna benda til þess að margt megi betur fara í mataræði þeirra. Markmið rannsóknarinnar er að fá vísbendingu um gæði matseðla á leikskólum í Reykjavík. Auk þess er leitað eftir innsýn í upplifun matráða af því hvernig gengur að fylgj...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sigrún Tómasdóttir 1974-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/13045
Description
Summary:Rannsóknir sem gerðar hafa verið á matarvenjum íslenskra leikskólabarna benda til þess að margt megi betur fara í mataræði þeirra. Markmið rannsóknarinnar er að fá vísbendingu um gæði matseðla á leikskólum í Reykjavík. Auk þess er leitað eftir innsýn í upplifun matráða af því hvernig gengur að fylgja ráðleggingum Lýðheilsustöðvar og hver aðkoma barna er í undirbúningi og framkvæmd matmálstíma. Þátttakendur í rannsókninni voru matráðar og leikskólastjórar þriggja leikskóla í Reykjavík, valdir með hentugleikaúrtaki. Viðtöl voru tekin við matráðana og reiknað út magn næringarefna í matnum vikuna 6.‒10. febrúar 2012. Magn næringarefna og samsetning fæðunnar var borin saman við ráðleggingar Lýðheilsustöðvar um mataræði og næringargildi matarins. Í viðtölum við matráða var auk þess leitað eftir hvaða þættir það eru sem þeim finnst stuðla að eða koma í veg fyrir að fyrrgreindum ráðleggingum sé fylgt. Þá voru tekin viðtöl við leikskólastjórana varðandi þátttöku barnanna í matmálstímum. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að matseðlarnir séu að færast nær ráðleggingum Lýðheilsustöðvar. Þeir þættir sem virðast stuðla að því að farið sé að ráðleggingunum eru þekking og vilji matráðanna til að gera vel. Fram kom það viðhorf að kostnaður og niðurskurður geri þeim erfitt fyrir að fylgja ráðleggingunum. Einnig benda niðurstöður til þess að reynt sé að láta börnin taka virkan þátt í matartímum, undirbúningi og frágangi þótt aðstæður leyfi það ekki alltaf.